Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2020 08:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Enn er unnið að því að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði enn verið að greina einstaklinga með kórónuveiruna sem tengjast Landakoti en í gær var fjöldi greindra í hópsýkingunni kominn yfir áttatíu manns. „Svo erum við ennþá með samfélagslegt smit. Við erum með í kringum þrjátíu samfélagsleg smit á dag þannig að alls erum við að greina núna daglega rúmlega fimmtíu einstaklinga,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta stöðuna þokkalega með tilliti til samfélagslegra smita. „En við erum náttúrulega að eiga við þetta hópsmit frá Landakoti aukalega sem ekki er búið að ná utan um. Ég held það muni líða nokkrir dagar, þessi vika, þar til við sjáum hvernig það verður.“ Aðspurður hvort það væru mikil vonbrigði að sjá svona hópsýkingu koma upp inni á heilbrigðisstofnun sagði hann svo vera. „Já, það verður að segjast eins og er að það eru auðvitað vonbrigði, sérstaklega þegar þetta er svona umfangsmikið og hittir illa fyrir viðkvæmasta hópinn og inni á Landspítala sem er að eiga við þessa sjúklinga og þarf að leggja þá inn. Þannig að þetta kemur verulega niður á starfseminni og má segja að hitti fyrir versta stað.“ Þá gæti svona hópsýking komið upp hvar sem er á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu. „Það er eins og við höfum talað um að á meðan veiran er bæði fyrir utan landið og inni í landinu þá geta svona hópsýkingar komið upp og það getur gerst á hvaða stað sem er. Ef við gætum vel að okkur þá lágmörkum við náttúrulega þá áhættu en það getur gerst engu að síður og það er held ég það sem við erum að sjá núna. Landspítalinn hefur náttúrulega lært sína lexíu fyrr í vetur og fengið smit innan spítalans þannig að ég veit að það eru allir á tánum þar til að koma í veg fyrir svona en þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Auk þess að ræða hópsýkinguna á Landakoti var rætt um börn og sóttkví og þróun bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira