Skoraði óvart og „klúðraði“ leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 09:31 Calvin Ridley fagnar Todd Gurley eftir snertimarkið en Gurley gerir sér grein fyrir því að hann gerði mistök. Getty/ Kevin C. Cox Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020 NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020
NFL Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira