Skoraði óvart og „klúðraði“ leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 09:31 Calvin Ridley fagnar Todd Gurley eftir snertimarkið en Gurley gerir sér grein fyrir því að hann gerði mistök. Getty/ Kevin C. Cox Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020 NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Er hægt að „klúðra“ leik með því að skora? Jú það er hægt í NFL-deildinni og gerðist einmitt í leik Atlanta Falcons og Detriot Lions í gær. Atlanta Falcons liðið á þessu tímabili gæti gefið út handbók yfir því hvernig á að klúðra leikjum í ameríska fótboltanum og enn einn kaflinn bættist við í gær. Hvað eftir annað hafa Fálkarnir frá Atlanta misst niður yfirburðarforystu og tapað á lokasekúndum og svo var einnig í gær. Detriot Lions tryggði sér 23-22 sigur á Atlanta Falcons með því að skora snertimark á síðustu sekúndu leiksins eftir magnaða sókn upp allan völlinn. Atlanta Falcons var í lykilstöðu í lokasókn sinni og átti möguleika að tryggja sér endurnýjun þegar 72 sekúndur voru eftir af leiknum. .@TG3II crosses the goal line to give the @AtlantaFalcons the lead! : #DETvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/MIIkbfUwYk pic.twitter.com/X1UPU3RXGH— NFL (@NFL) October 25, 2020 Hlauparinn Todd Gurley var búinn að tryggja sér endurnýjun en skoraði „óvart“ snertimark. Atlanta Falcons komst þar með í 22-16 en það var rúm mínúta eftir. Gurley reyndi að hætta við að skora en tókst það ekki. Ekki oft sem maður sér sóknarlið ekki vilja fá snertimark dæmt gilt. Það má sjá þetta hér fyrir ofan. Það réttasta í stöðunni fyrir Gurley hefði verið að skora ekki og þá hefði Atlanta Falcons liðið getað eytt miklu meira af klukkunni og skorað síðan vallarmark sem hefði nægt liðinu til að vinna. Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, fékk hins vegar rúma mínútu til að fara með liðið sitt upp allan völlinn. Það tókst og hann fann loksins innherjann T. J. Hockenson á síðustu sekúndunni og tryggði Ljónunum sigurinn. Það má sjá sigursnertimarkið hér fyrir neðan. TJ HOCKENSON. FOR THE WIN. ON #NationalTightEndsDay! #OnePride #DETvsATL pic.twitter.com/IgPI0pOLGy— NFL (@NFL) October 25, 2020
NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira