Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 20:27 Aserskar björgunarsveitir reyna að bjarga fólki undan rústum húss sem var sprengt í átökunum. EPA-EFE/AZIZ KARIMOV Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh um helgina. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hinni hliðinni um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. Armenar ásökuðu Asera í dag um að hafa sprengt upp bæi í héraðinu en Aserar hafa harðneitað og sast tilbúnir til að koma á vopnahléi. Það sé þó bundið því skilyrði að armenskar hersveitir yfirgefi vígvelli. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaídsjan á fund á föstudag í von um að koma á vopnahléi. Átökin í héraðinu, sem er hluti af Aserbaídsjan en meginþorri íbúa af armensku bergi brotnu, héldu þó áfram um helgina þrátt fyrir tilraunir til vopnahlés. Þegar hafa tvö vopnahlé, sem komið var á fyrir tilstilli Rússa, verið brotin frá því að átökin um héraðið hófust þann 27. september síðastliðinn. Átök um héraðið hafa ekki verið jafn slæm í um 26 ár, eða frá því að sex ára stríði um héraðið lauk árið 1994. Um 30 þúsund manns létust í stríðinu um héraðið. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Nagorno-Karabakh og vill koma í veg fyrir að fleiri lönd dragist inn í deilurnar að því er segir í frétt Reuters. Tyrkir hafa lýst yfir stuðningi við Aserbaídsjan en Rússland á í varnarbandalagi við Armeníu. Pompeo sakað yfirvöld í Tyrklandi um að ýta undir átökin með því að senda Aserum vopn en því hafa Tyrkir staðfastlega neitað. Þá hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti biðlað til Bandaríkjanna að hjálpa yfirvöldum í Moskvu að stilla til friðar. Óljóst er hve margir hafa látist í átökunum en Pútín greindi frá því í liðinni viku að nærri fimm þúsund hafi látist í átökunum, rúmlega 2.000 frá hvorri stríðandi fylkinga. Varnarmálaráðuneytið í Nagorno-Karabakh greindi hins vegar frá því í gær að 963 Armenar hafi látist í átökunum. Asersk yfirvöld hafa ekki gefið út hve margir hermanna þeirra hafi látist en að 65 aserskir borgarar hafi verið drepnir og 298 særst. Armenía Aserbaídsjan Bandaríkin Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh um helgina. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hinni hliðinni um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. Armenar ásökuðu Asera í dag um að hafa sprengt upp bæi í héraðinu en Aserar hafa harðneitað og sast tilbúnir til að koma á vopnahléi. Það sé þó bundið því skilyrði að armenskar hersveitir yfirgefi vígvelli. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaídsjan á fund á föstudag í von um að koma á vopnahléi. Átökin í héraðinu, sem er hluti af Aserbaídsjan en meginþorri íbúa af armensku bergi brotnu, héldu þó áfram um helgina þrátt fyrir tilraunir til vopnahlés. Þegar hafa tvö vopnahlé, sem komið var á fyrir tilstilli Rússa, verið brotin frá því að átökin um héraðið hófust þann 27. september síðastliðinn. Átök um héraðið hafa ekki verið jafn slæm í um 26 ár, eða frá því að sex ára stríði um héraðið lauk árið 1994. Um 30 þúsund manns létust í stríðinu um héraðið. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Nagorno-Karabakh og vill koma í veg fyrir að fleiri lönd dragist inn í deilurnar að því er segir í frétt Reuters. Tyrkir hafa lýst yfir stuðningi við Aserbaídsjan en Rússland á í varnarbandalagi við Armeníu. Pompeo sakað yfirvöld í Tyrklandi um að ýta undir átökin með því að senda Aserum vopn en því hafa Tyrkir staðfastlega neitað. Þá hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti biðlað til Bandaríkjanna að hjálpa yfirvöldum í Moskvu að stilla til friðar. Óljóst er hve margir hafa látist í átökunum en Pútín greindi frá því í liðinni viku að nærri fimm þúsund hafi látist í átökunum, rúmlega 2.000 frá hvorri stríðandi fylkinga. Varnarmálaráðuneytið í Nagorno-Karabakh greindi hins vegar frá því í gær að 963 Armenar hafi látist í átökunum. Asersk yfirvöld hafa ekki gefið út hve margir hermanna þeirra hafi látist en að 65 aserskir borgarar hafi verið drepnir og 298 særst.
Armenía Aserbaídsjan Bandaríkin Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38 Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14
Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. 18. október 2020 13:38
Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. 17. október 2020 21:46