Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 17:39 Alma Möller landlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að valkvæðum skurðaðgerðum, bæði á sjúkrahúsum og á einkareknum stofum, verð frestað til að minnka álag á spítalanum. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19
Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53