Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 17:39 Alma Möller landlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að valkvæðum skurðaðgerðum, bæði á sjúkrahúsum og á einkareknum stofum, verð frestað til að minnka álag á spítalanum. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Sjá meira
Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19
Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53