„Krakkar! Þið megið fara af stað,“ sagði ráðherra og slánni var lyft Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2020 17:24 Vegamálastjóri og samgönguráðherra klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík þegar slánni er lyft við gangamunna Dýrafjarðarganga. Rútan ók þá af stað í vígsluferðina með skólabörnin á Þingeyri og Gunnar snjómokstursmann um borð. Vegagerðin „Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Nú er akkúrat tækifæri til þess að lyfta slánni, opna Dýrafjarðargöng formlega. Og ég segi bara: Til lukku og megi þau heppnast vel og verða til mikillar blessunar öllum sem um þau fara,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra í símtalinu til Vegagerðarmanna á Ísafirði þegar hann gaf þeim fyrirmæli um að opna göngin um kl. 14.20 í dag. „Krakkar! Þið megið fara af stað. Og enn einn Gíslinn. Þetta er skrýtin opnun,“ sagði ráðherrann og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri bauð viðstöddum að klappa í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Stór hvít rúta með nemendur grunnskólans á Þingeyri og snjómokstursmanninn Gunnar Gísla Sigurðsson um borð var fyrst til að aka í gegn og fór þannig vígsluaksturinn þessa 5,6 kílómetra úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð. Sumir flögguðu íslenska fánanum á bílum sínum þegar þeir fögnuðu opnun Dýrafjarðarganga.Vegagerðin Löng bílalest beið beggja vegna og áætluðu Vegagerðarmenn á vettvangi að milli 250 og 260 bílar hafi ekið í gegn á eftir rútunni. „Allir fóru fram og til baka þannig að það hafa örugglega vel yfir fimmhundruð bílar farið um göngin á fyrsta hálftímanum,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Áætlað er að bílalestin sem beið Dýrafjarðarmegin hafi verið hátt í tveggja kílómetra löng.Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það var bros á hvers manns vör og mikil gleði,“ bætti Guðmundur við og sagði þetta upphafið að nýjum tímum á Vestfjörðum. Sumir höfðu fána á bílum sínu og víða mátti sjá flaggað í byggðum Vestfjarða. Guðmundur kvaðst vita til þess að sumir hafi komið langt að. Fólk hafi ekið frá Hólmavík og meira segja hafi fólk komið akandi alla leið úr Reykjavík gagngert til að vera við opnun jarðganganna. Hér má sjá á myndbandi Vegagerðarinnar þegar samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að Dýrafjarðargöng skyldu opnuð umferð:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00 Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð Í dag klukkan 14 verða Dýrafjarðargöng opnuð. Vegna samkomutakmarkana verður opnunin með óhefðbundnum hætti, en henni verður streymt beint hér á Vísi. 25. október 2020 13:00
Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Athöfninni verður útvarpað og streymt á netinu. 23. október 2020 22:23