Lögregla metur hvort rannsaka eigi hópsýkinguna á togaranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 11:47 Skipverjarnir fóru í sýnatöku síðastliðinn þriðjudag. Vísir/Hafþór Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum skoðar nú hvort ástæða sé til að rannsaka mál skipverjanna um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni í hópsmiti sem kom upp um borð fljótlega eftir að leggja út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að engin kæra hefði enn borist vegna málsins. Verið væri að meta innan lögreglunnar hvort tilefni sé til þess að ráðast í frumkvæðisrannsókn á málinu. Samkvæmt leiðbeiningum fyrir hafnir og skip vegna Covid-19, sem gefnar eru út af embætti landlæknis, ber skiptstjóra að tilkynna til Landhelgisgæslu ef grunur er um Covid-19 sýkingu um borð. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta hefði ekki verið gert. Landhelgisgæslan hafi fengið upplýsingar um að 19 skipverjanna væru smitaðir síðastliðinn mánudag. Þá hafði skipið verið um það bil þrjár vikur á sjó. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að Hraðfrystihúsið Gunnvör (HG), sem gerir skipið út, hafi hundsað tilmæli um viðbrögð frá sóttvarnayfirvöldum. Framkvæmdastjóri Gunnvarar og skipstjóri skipsins viðurkenndu síðar að eftir á að hyggja hefði átt að fara fyrr í land. Þeir hafi þó verið í sambandi við sóttvarnalækni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki geta fullyrt hvort sóttvarnalög hafi verið brotin. „Ég ætla nú ekkert að fullyrða neitt um það, ég held að menn þurfi bara aðeins að skoða þetta betur. Ég þekki ekki smáatriði þessa máls, eins og ég hef sagt áður,“ segir Þórólfur. Hann segist þá telja að líklega hefði verið heppilegra að fara fyrr í land með skipverjana. „Ég ætla ekkert að tjá mig eða segja neitt hvort þetta hafi verið brot á reglum eða ekki. En allavega hefði þurft að koma þessu fólki fyrr í land en raunin varð.“
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33 Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Umdæmislæknir sóttvarna hefði viljað hafa skipið nálægt höfn Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum segir að hún hefði viljað hafa frystiskipið Júlíus Geirmundsson nálægt höfn eftir að skipverjar tilkynntu henni um grun um kórónuveirusmit um borð. 23. október 2020 23:33
Bannað að segja fjölmiðlum frá veikindum sínum um borð Skipverjar á frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni segjast margir hverja hafa verið alvarlega veikir í þriggja vikna túr á miðunum. Þeir hafi verið með mikinn hita, öndunarörðugleika auk fleiri þekktra einkenna Covid-19 sjúkdómsins. 23. október 2020 16:38