Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2020 15:15 Myndin umtalaða sem er þó þriggja ára gömul. Eggert Jóhannesson Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma.
Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51