Katrín hefur ferðast til rúmlega 220 landa og ætlar að klára rest Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 13:31 Katrín Sif Einarsdóttir ætlar sér til allra landa í heiminum. Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu. Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Katrín Sif Einarsdóttir er væntanlega víðförlasti Íslendingurinn og hefur hún ferðast til 220 landa. Hún ætlar sér að klára þau 25 sem eftir eru. Katrín ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Núna er ég á Íslandi og er í sóttkví,“ segir Katrín og hlær. „Ég var að koma frá Eistlandi og var þar með kokkaliði sem var að keppa í kokkakeppni. Ég fékk að koma með sem svona stuðningsmaður númer eitt.“ Samkvæmt formlegum skráningum eru bara til 195 lönd í heiminum en það er skilgreiningaratriði og eru þau í raun fleiri. „Ég stefni á að fara til um 25 landa til viðbótar. Ég er dugleg að ferðast bara með bakpoka og tjalda jafnvel sum staðar. Ég er ekki að eyða miklum peningi í gistingu og oft ferðast ég á milli landa með rútu eða fer bara á puttanum.“ Hún segir að það sé alltaf ódýrara að vera erlendis en á Íslandi. Þúsund krónur á dag „Matskostnaðurinn og smáhlutir, þetta fer svo hratt upp heima en úti get ég alveg lifað á þúsund krónum á dag fyrir þrjár máltíðir.“ Hún segist alveg hafa lent í einhverri hættu á þessum mikla ferðalagi um heiminn. „Það getur verið hættulegt að vera alls staðar og það hefur aldrei stoppað mig. Það sem stoppar mig er bara einfaldlega að komast á staðinn. Ég hef t.d. komið til Norður-Kóreu og það er ekki erfitt að komast þangað. Það var samt pínu ógnvekjandi til að byrja með að vera þar en svo þegar maður var búin að átta sig var þetta ekkert mál og ég var líklega öruggasta konan í landinu, því það eru allir að fylgjast með þér og horfa á þig og því getur ekkert gerst fyrir þig,“ segir Katrín sem hefur farið til hættulegustu landa heims. „Það er alltaf hægt að finna staði í þessum löndum sem eru ekkert hættulegir og ég hef mikið til verið upp í sveit t.d. í Afganistan,“ segir Katrín sem hefur meðal annars komið til Sádí-Arabíu, Súdan, Nígeríu, Sómalíu og fleiri landa. Hennar uppáhalds land er einfaldlega Ísland en hún er einnig mjög hrifin af Argentínu. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Katrínu.
Ferðalög Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira