Ætlar að fylla vél af Íslendingum til Alicante yfir jólin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 11:42 Alicante á Spáni hefur löngum verið einn vinsælasti áfangastaðurinn meðal íslenskra ferðalanga. Vísir/getty Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura Holidays, segist finna fyrir miklum áhuga Íslendinga sem eiga hús á Spáni að fljúga beint til Alicante yfir jólin. Aventura bjóði flug utan með Icelandair þann 19. desember en vélin bíði svo á flugvellinum yfir hátíðirnar og fram að heimflugi þann 3. janúar. „Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem eiga húseignir á Spáni og kjósa að eyða jólunum í frábæru veðri og öruggum aðstæðum,“ segir Andri Már í tilkynningu. Andri Már Ingólfsson, eigandi Aventura.Aðsend „Eins og komið hefur fram í fjölda viðtala við Íslendinga á Spáni undanfarna daga, þá er öll nálgun Spánverja gagnvart Covid til fyrirmyndar og suður-Spánn með öruggustu stöðum í Evrópu í dag. Hér gengur lífið sinn vanagang, allar verslanir og veitingastaðir opnir, líkamsræktir, golfvellir og almenn þjónusta. Hér gildir grímuskylda á götum úti og í skólum sem allir virða.“ Vélin frá Icelandair mun lenda á Murcia flugvelli við Alicante, fimmtíu kílómetra frá Torrevieja, og mun bíða eftir farþegum yfir jólin. Aventura hóf rekstur fyrr á árinu en Andri var áður eigandi ferðaskrifstofunnar Primera Travel og þar áður Heimsferða til 28 ára. Spánn Ferðalög Fréttir af flugi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura Holidays, segist finna fyrir miklum áhuga Íslendinga sem eiga hús á Spáni að fljúga beint til Alicante yfir jólin. Aventura bjóði flug utan með Icelandair þann 19. desember en vélin bíði svo á flugvellinum yfir hátíðirnar og fram að heimflugi þann 3. janúar. „Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem eiga húseignir á Spáni og kjósa að eyða jólunum í frábæru veðri og öruggum aðstæðum,“ segir Andri Már í tilkynningu. Andri Már Ingólfsson, eigandi Aventura.Aðsend „Eins og komið hefur fram í fjölda viðtala við Íslendinga á Spáni undanfarna daga, þá er öll nálgun Spánverja gagnvart Covid til fyrirmyndar og suður-Spánn með öruggustu stöðum í Evrópu í dag. Hér gengur lífið sinn vanagang, allar verslanir og veitingastaðir opnir, líkamsræktir, golfvellir og almenn þjónusta. Hér gildir grímuskylda á götum úti og í skólum sem allir virða.“ Vélin frá Icelandair mun lenda á Murcia flugvelli við Alicante, fimmtíu kílómetra frá Torrevieja, og mun bíða eftir farþegum yfir jólin. Aventura hóf rekstur fyrr á árinu en Andri var áður eigandi ferðaskrifstofunnar Primera Travel og þar áður Heimsferða til 28 ára.
Spánn Ferðalög Fréttir af flugi Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira