Samþykktu einróma að stuðla að opnun neyslurýma Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 22:46 Í bókun meirhluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020 Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag að stuðla að opnun neyslurýma í Reykjavík. Í bókun meirihluta borgarstjórnar segir að rannsóknir hafi sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir dragi úr neikvæðum og hættulegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna. Markmið borgarstjórnarinnar er að innleiða skaðaminnkandi hugmyndafræði í þjónustu Reykjavíkurborgar. Í bókuninni segir einnig að reynsla annarra landa sýni að opnun neyslurýmis dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna utandyra á almannafæri og hafi því þannig jákvæð áhrif á nærsamfélagið. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí. Það heimilaði í rauninni að hægt væri að koma upp neyslurýmum hér á landi. Með lögunum verður sveitarfélögum heimilt að koma á fót vernduðu umhverfi, svokölluðu neyslurými, þar sem einstaklingar 18 ára eða eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks. Í kjölfar þess sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur. Til að koma upp neyslurými þarf þó samstarf við Heilbrigðisráðuneytið, samkvæmt bókun borgarstjórnar. Þar segir að það samstarf snúi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þurfi að bjóðast til að hægt sé að ná þeim árangri sem lagt er upp með. Talið er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð hér á landi á ári hverju. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, flutti ræðu um tillöguna á borgarstjórnarfundi í dag. Hún deildi ræðu sinni á Facebook í kvöld en þar sagði hún neyslurými vera mannréttindamál. Það væri ekkert sérstaaklega róttæk hugmynd heldur mikilvægt skref í rétta átt. Neyslurými er mannréttindamál. En þetta er ekkert sérstaklega róttækt, heldur skref í rétta átt. Mikilvægt skref. Við...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 20 October 2020
Reykjavík Borgarstjórn Fíkn Tengdar fréttir Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“ Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi 5. ágúst 2020 15:50
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Gerir ráð fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg deili kostnaði neyslurýma Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að ríkið muni standa undir helmingi kostnaðar við rekstur neyslurýmis á móti Reykjavíkurborg. 24. maí 2020 19:32