Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 10:00 Guðmundur Guðmundsson er á vinstri myndinni en Þórólfur Guðnason þeirri hægri. Samsett/Vilhelm „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
„Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. Guðmundur er þekktur fyrir að sýna hverju landsliðsverkefni sömu virðingu og forðast vanmat eins og hægt er, hversu lágt skrifaðir sem mótherjarnir eru. Varfærinn og vill ekki fagna sigri fyrir fram, frekar en Þórólfur í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ísland er nú á leið í leiki við Litháen og Ísrael 4. og 7. nóvember, í undankeppni EM, en þar eru á ferð tvö lið sem örsjaldan hafa komist á stórmót á meðan að Ísland hefur verið fastagestur á stórmótum í mörg ár. „Verðum að vera meðvitaðir um eigin getu“ Landsliðið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Rúnar tók til máls: „Við getum ekki verið í tuttugu ár að tala einhver léleg lið upp á okkar „level“. Þá verðum við bara jafnlélegir og þau. Þetta er leikur þar sem við ætlumst til að okkar lið mæti og sýni úr hverju menn eru gerðir. Þetta er bara formsatriði, þannig lagað. Við þurfum að vera meðvitaðir um eigin getu. En við vitum alveg að Gummi mun tala þá [andstæðingana] upp, halda öllum á jörðinni og svo framvegis,“ sagði Rúnar. Rúnar er fyrrverandi landsliðsmaður og spilaði á sínum tíma undir stjórn Guðmundar. Hann segir gamla landsliðsfundi rifjast upp fyrir sér þessa dagana þegar hann horfi á upplýsingafundina í sjónvarpinu vegna kórónuveirufaraldursins. „Þórólfur sóttvarnalæknir minnir mig oft á Gumma Gumm. Hann heldur öllum niðri, engar væntingar, og þeir eru bara alveg eins. Manni finnst stundum þegar maður horfir á þessar útsendingar að maður sé kominn inn í búningsklefa fyrir 20 árum síðan,“ sagði Rúnar og uppskar mikinn hlátur. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um landsliðsþjálfarann og væntingar
Handbolti Seinni bylgjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn