Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 22:30 F-15 Eagle herþota með logandi afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. U.S. Air Force/Mikayla Whiteley. Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi: NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi:
NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04