Staða vímuefnaneytenda það slæm að skelfilegt ástand í íbúðinni kom lítið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 19:00 Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira