„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 21:26 Nokkrar af myndunum sem Jón Viðar tók. Á myndinni í miðjunni má sjá Sonequa Martin-Green, aðalleikkonu Star Trek Discovery. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON
Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira