Fyrsta aftaka kvenkynsfanga í 67 ár Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 07:57 Lisa Montgomery myrti Bobbie Jo Stinnet á heimili heimili þeirrar síðarnefndu árið 2004. Getty Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“. Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48