Fyrsta aftaka kvenkynsfanga í 67 ár Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 07:57 Lisa Montgomery myrti Bobbie Jo Stinnet á heimili heimili þeirrar síðarnefndu árið 2004. Getty Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“. Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48