Fyrsta aftaka kvenkynsfanga í 67 ár Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 07:57 Lisa Montgomery myrti Bobbie Jo Stinnet á heimili heimili þeirrar síðarnefndu árið 2004. Getty Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“. Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48