Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2020 19:00 Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann. Vísir/Egill Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. Landlæknir hefur undafarið óskað eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en mun færri hafa skráð sig í hana nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Í gær kom upp smit á fíknigeðdeild Landspítalans á þriðja tug starfsfólks að fara í sóttkví eða um helmingur. Nú eru um 19 starfsmenn spítalans í einangrun og eru samtals um 110 manns í sóttkví. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að verkefnin séu gríðarmörg og þegar séu komnar tvær legudeildir fyrir sjúklinga með Covid-19. „Síðan erum við farin að leggja inná aðra legudeild og undirbúa okkur undir að fara á þá þriðju. Þá erum við komin með þrjár legudeildir bara fyrir þennan sjúklingahóp. Við höfum þurft að fjölga rúmum á gjörgæslu og erum í öllu þessu að horfa á spálíkön um hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigríður. Þá þarf að sinna fleiri sjúklingum þar en í fyrstu bylgju faraldursins. „Það er meira af veiku fólki sem er ekki með Covid og það þarf að sinna því líka,“ segir hún. Þá eru um tvöþúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og hringt er í 400-450 manns á dag. Ef fólk er með versnandi líðan er það beðið að koma í tékk á göngudeildina. Sigríður segir heilbrigðisstarfsfólk takmarkaða auðlind. „Við getum veitt nauðsynlega heilbrigðisþjónustu bæði fyrir Covid- veika og þá sem ekki eru með sjúkdóminn en smitin eru dreifðari en áður og koma meira inn á spítalann sem þýðir að við getum þurft að endurskipuleggja starfsemina með meiri fyrirvara,“ segir hún. Hún segir nauðsynlegt að geta sótt í bakvarðasveitina. „Við þiggjum allan góðann liðsauka og tökum þeim fagnandi og erum einnig að finna leiðir innanhúss hjá okkur. Við höfum t.d. fengið svæfingar-og skurðhjúkrunarfræðinga á gjörgæsluna,“ segir Sigríður. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47 26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17 Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01 Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29 Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. Landlæknir hefur undafarið óskað eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en mun færri hafa skráð sig í hana nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Í gær kom upp smit á fíknigeðdeild Landspítalans á þriðja tug starfsfólks að fara í sóttkví eða um helmingur. Nú eru um 19 starfsmenn spítalans í einangrun og eru samtals um 110 manns í sóttkví. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að verkefnin séu gríðarmörg og þegar séu komnar tvær legudeildir fyrir sjúklinga með Covid-19. „Síðan erum við farin að leggja inná aðra legudeild og undirbúa okkur undir að fara á þá þriðju. Þá erum við komin með þrjár legudeildir bara fyrir þennan sjúklingahóp. Við höfum þurft að fjölga rúmum á gjörgæslu og erum í öllu þessu að horfa á spálíkön um hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigríður. Þá þarf að sinna fleiri sjúklingum þar en í fyrstu bylgju faraldursins. „Það er meira af veiku fólki sem er ekki með Covid og það þarf að sinna því líka,“ segir hún. Þá eru um tvöþúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og hringt er í 400-450 manns á dag. Ef fólk er með versnandi líðan er það beðið að koma í tékk á göngudeildina. Sigríður segir heilbrigðisstarfsfólk takmarkaða auðlind. „Við getum veitt nauðsynlega heilbrigðisþjónustu bæði fyrir Covid- veika og þá sem ekki eru með sjúkdóminn en smitin eru dreifðari en áður og koma meira inn á spítalann sem þýðir að við getum þurft að endurskipuleggja starfsemina með meiri fyrirvara,“ segir hún. Hún segir nauðsynlegt að geta sótt í bakvarðasveitina. „Við þiggjum allan góðann liðsauka og tökum þeim fagnandi og erum einnig að finna leiðir innanhúss hjá okkur. Við höfum t.d. fengið svæfingar-og skurðhjúkrunarfræðinga á gjörgæsluna,“ segir Sigríður.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47 26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17 Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01 Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29 Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47
26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17
Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45
Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01
Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29
Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42