Lýstu yfir áhyggjum við fjárfesta en ekki almenning Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 15:39 Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Hvíta hússins. AP/Alex Brandon Á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðmenn gerðu lítið úr hættunni vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sögðu þeir áhrifamönnum í viðskiptalífi Bandaríkjanna á einkafundum að staðan væri ekki góð. Þessi aðilar seldu mikið af hlutabréfum í kjölfarið og er útlit fyrir að ríkisstjórn Trump hafi gefið þessum mönnum forskot á aðra. Um kvöldið 24. febrúar tísti Trump um að búið væri að ná tökum á faraldrinum í Bandaríkjunum. Bætti hann við að hlutabréfamarkaðurinn liti einkar vel út. The Coronavirus is very much under control in the USA. We are in contact with everyone and all relevant countries. CDC & World Health have been working hard and very smart. Stock Market starting to look very good to me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2020 Fyrr um daginn hafði Tomas J. Philipson, efnahagsráðgjafi Trump, sagt á stjórnarfundi Hoover stofnunarinnar að ekki væri hægt að meta hvaða áhrif faraldurinn myndi hafa á hagkerfið. Meðlimir stjórnarinnar, sem margir eru fjárhagslegir bakhjarlar Repúblikanaflokksins, túlkuðu ummælin á þann veg að raunveruleg staða faraldursins og hagkerfisins væri ekki jafn góð og Trump-liðar töluðu um opinberlega. Næsta dag, þann 25. febrúar, sagði Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Hvíta hússins, sömu stjórnarmönnum að ekki væri hægt að segja til um hvort búið væri að ná tökum á faraldrinum. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann verið í sjónvarpsviðtali þar sem hann sagði að ríkisstjórnin væri með full tök á ástandinu. Sama dag sakði Trump fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun þeirra um faraldurinn. Þetta kemur fram í minnisblaði sem greinandi og fjárfestir skrifaði um þriggja daga stjórnarfundi Hoover stofnunarinnar. Hann skrifaði einnig í minnisblaðið að það hefði slegið hann að nánast allir embættismennirnir sem hefðu talað á fundunum, hefðu ekki verið spurðir sérstaklega út í faraldurinn. Þeir hefðu byrjað að tala sjálfir um ástandið og möguleg áhrif þess á hagkerfið. Ráðgjafar og starfsmenn forsetans virðast þarna hafa veitt auðugum bakhjörlum Repúblikanaflokksins forskot á aðra fjárfesta. Þeir vöruðu þá við því að erfiðir rímar gætu verið framundan og á sama tíma segja almenningi að allt væri í blóma. Blaðamenn New York Times hafa komið höndum yfir eintak af minnisblaðinu og rætt við menn sem sátu fundi stjórnarinnar. Þeir segja að minnisblaðið hafi dreifst hratt á milli manna. Viðbrögð þeirra flestra hafi verið þau sömu. Að selja og veðja á að verðmæti hlutabréf myndi lækka á næstunni, sem varð raunin. Margir þeirra fjárfestu sömuleiðis í klósettpappír og öðrum nauðsynjum. Hoover stofnunin rannsakar hagkerfi Bandaríkjanna, utanríkismál og önnur málefni. Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra George Bush, stýrir stofnuninni núna. Áðurnefnda minnisblaðið var sent til David Tepper, stofnanda Appaloosa fjárfestingarsjóðsins og eiganda Carolina Panthers, og þaðan var því dreift áfram. Samkvæmt NYT endaði minnisblaðið hjá minnst sjö fjárfestum og fjórum fjárfestingarsjóðum á innan við sólarhring. Við lok viðskipta 26. febrúar hafði verðmæti hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkað verulega. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir ráðmenn gerðu lítið úr hættunni vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sögðu þeir áhrifamönnum í viðskiptalífi Bandaríkjanna á einkafundum að staðan væri ekki góð. Þessi aðilar seldu mikið af hlutabréfum í kjölfarið og er útlit fyrir að ríkisstjórn Trump hafi gefið þessum mönnum forskot á aðra. Um kvöldið 24. febrúar tísti Trump um að búið væri að ná tökum á faraldrinum í Bandaríkjunum. Bætti hann við að hlutabréfamarkaðurinn liti einkar vel út. The Coronavirus is very much under control in the USA. We are in contact with everyone and all relevant countries. CDC & World Health have been working hard and very smart. Stock Market starting to look very good to me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2020 Fyrr um daginn hafði Tomas J. Philipson, efnahagsráðgjafi Trump, sagt á stjórnarfundi Hoover stofnunarinnar að ekki væri hægt að meta hvaða áhrif faraldurinn myndi hafa á hagkerfið. Meðlimir stjórnarinnar, sem margir eru fjárhagslegir bakhjarlar Repúblikanaflokksins, túlkuðu ummælin á þann veg að raunveruleg staða faraldursins og hagkerfisins væri ekki jafn góð og Trump-liðar töluðu um opinberlega. Næsta dag, þann 25. febrúar, sagði Larry Kudlow, formaður efnahagsráðs Hvíta hússins, sömu stjórnarmönnum að ekki væri hægt að segja til um hvort búið væri að ná tökum á faraldrinum. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann verið í sjónvarpsviðtali þar sem hann sagði að ríkisstjórnin væri með full tök á ástandinu. Sama dag sakði Trump fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun þeirra um faraldurinn. Þetta kemur fram í minnisblaði sem greinandi og fjárfestir skrifaði um þriggja daga stjórnarfundi Hoover stofnunarinnar. Hann skrifaði einnig í minnisblaðið að það hefði slegið hann að nánast allir embættismennirnir sem hefðu talað á fundunum, hefðu ekki verið spurðir sérstaklega út í faraldurinn. Þeir hefðu byrjað að tala sjálfir um ástandið og möguleg áhrif þess á hagkerfið. Ráðgjafar og starfsmenn forsetans virðast þarna hafa veitt auðugum bakhjörlum Repúblikanaflokksins forskot á aðra fjárfesta. Þeir vöruðu þá við því að erfiðir rímar gætu verið framundan og á sama tíma segja almenningi að allt væri í blóma. Blaðamenn New York Times hafa komið höndum yfir eintak af minnisblaðinu og rætt við menn sem sátu fundi stjórnarinnar. Þeir segja að minnisblaðið hafi dreifst hratt á milli manna. Viðbrögð þeirra flestra hafi verið þau sömu. Að selja og veðja á að verðmæti hlutabréf myndi lækka á næstunni, sem varð raunin. Margir þeirra fjárfestu sömuleiðis í klósettpappír og öðrum nauðsynjum. Hoover stofnunin rannsakar hagkerfi Bandaríkjanna, utanríkismál og önnur málefni. Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra George Bush, stýrir stofnuninni núna. Áðurnefnda minnisblaðið var sent til David Tepper, stofnanda Appaloosa fjárfestingarsjóðsins og eiganda Carolina Panthers, og þaðan var því dreift áfram. Samkvæmt NYT endaði minnisblaðið hjá minnst sjö fjárfestum og fjórum fjárfestingarsjóðum á innan við sólarhring. Við lok viðskipta 26. febrúar hafði verðmæti hlutabréfa í Bandaríkjunum lækkað verulega.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira