Bjóða umbun í þeirri von að leysa morð á þýskum bakpokaferðalangi Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2020 08:14 Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005. Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988. Ástralía Þýskaland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þýski leikskólakennarinn Simone Strobel var myrt í Ástralíu árið 2005 og enn hefur enginn verið ákærður í málinu. Áströlsk yfirvöld hafa nú boðið eina milljón Ástralíudala til þess sem kemur fram með upplýsingar sem leiðir til þess að málið leysist. Upphæðin svarar til um 100 milljóna króna. ABC segir frá málinu, en síðast sást til Strobel, sem var frá Bæjaralandi, í hjólhýsagarði í smábænum Lismore á austurströnd Ástralíu eftir að hafa skemmt sér með kærasta sínum og vinum í febrúar 2005. Lík hinnar 25 ára Strobel fannst svo falið undir pálmalaufum á nálægum íþróttavelli sex dögum síðar. Saksóknarar og lögregla frá bæði Ástralíu og heimabæ hennar, Würzburg, hafa unnið saman að því að leysa málið, en enn hefur engin ákæra verið gefin út. Þurfa aðstoð Lögregla í Nýju Suður-Wales greindi frá því í dag að til stæði að bjóða þeim sem kæmi með upplýsingar sem leiddu til ákæru og sakfellingar í málinu umbun að upphæð einnar milljónar Ástralíudala. „Við höfum haldið áfram að rannsaka sönnunargögn og rætt við vitni síðustu fimmtán árin en við þurfum frekari hjálp frá almenningi til að komast endanlega að því hvað kom fyrir Simone,“ sagði Scott Tanner hjá lögreglunni í Richmond. Tobias Suckfuell var kærasti Strobel á þeim tíma er hún var myrt.Getty Fólk sem situr á upplýsingum Lögregla telur víst að fólk bæði í Ástralíu og Þýskalandi sitji enn á upplýsingum sem ekki hafi verið komið á framfæri. „Við beinum því til þessa fólks að stíga fram, þar sem það er einungis tímaspursmál þar sem lögregla mun banka á hurð ykkar og þú verður þá dregin til ábyrgðar vegna þinna gjörða.“ Umbun sem þessi hefur áður reynst áströlsku lögreglunni vel, en fyrr á árinu tókst lögreglu þar í landi að leysa þrjátíu ára gamalt morðmál þegar tveimur milljónum Ástralíudala var boðið þeim sem kæmi með upplýsingar sem myndu leiða til handtöku og sakfellingar vegna morðsins á Bandaríkjamanninum Scott Johnson árið 1988.
Ástralía Þýskaland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira