Ein stærsta stjarna NFL deildarinnar sagðist hafa spilað eins og kona í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:02 Russell Wilson með konu sinni Ciöru en þau eru dugleg að aðstoða fólk sem þarf á hjálp að halda í samfélagi þeirra í Seattle. Getty Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það. NFL NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Hann er talinn líklegastur til að vera kosinn besti leikmaður NFL-deildarinnar í ár og talaði um það eftir síðasta leik að hafa spilað eins og bandaríska körfuboltakonan Sue Bird á lokakafla leiksins. Það var mjög gott því hann tryggði liði sínu sigur með gullsendingu. Russell Wilson hefur verið frábær með Seattle Seahawks liðinu í NFL-deildinni á þessu tímabili og hann leiddi liðið sitt enn á ný til sigurs um síðustu helgi. Ummæli hans eftir leik vöktu athygli og þóttu tákn um breytta og betri tíma. Russell Wilson þurfti enn á ný að sýna snilldartakta á lokasekúndunum til að ná að landa sigri á móti Minnesota Vikings. Í lokasókninni, þar sem hann fór upp allan völlinn með lið sitt, þá átti hann tvær sendingar á fjórðu tilraun þar sem mistök hefðu þýtt tapaðan bolta og tapaðan leik. Sú seinni var snertimarksending á útherjann DK Metcalf sem vann leikinn. View this post on Instagram Russell Wilson channeled his inner A post shared by espnW (@espnw) on Oct 12, 2020 at 2:39pm PDT Seattle á ekki bara frábært NFL-lið því kvennakörfuboltaliðið Seattle Storm tryggði sér WNBA-titilinn á dögunum. Leiðtogi þess liðs er bakvörðurinn Sue Bird sem hefur orðið fjórum sinnum meistari á sautján tímabilum með liðinu. Sue Bird er 39 ára gömul en setti met í lokaúrslitunum í ár með því að gefa sextán stoðsendingar í einum leiknum. Fyrir leikinn þá mætti Russell Wilson til leiks í búningi Sue Bird og ummæli hans eftir leikinn vöktu líka mikla athygli. Hey Russell Wilson what was it like leading another game-winning drive?"I feel like Sue Bird in the clutch."@S10Bird | @DangeRussWilson | @Seahawks pic.twitter.com/N8wbi2INWq— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) October 12, 2020 „Mér leið eins og Sue Bird í lokin,“ sagði Russell Wilson eftir eins stigs sigur, 27-26. Wilson hefur fengið sterk viðbrögð og mikið hrós fyrir ummæli sín. Einu sinni þótti það skammarlegt fyrir íþróttakarla að spila eins og kona inn á vellinum en sem betur fer eru breyttir tímar og íþróttir kvenna eru alls staðar á mikill uppleið. Ummæli Russell Wilson eru frábært dæmi um það.
NFL NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira