Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 12:01 Paul Pogba hjá Manchester United og Alisson Becker hjá Liverpool á góðri stundu. Getty/Martin Rickett Risarnir Manchester United og Liverpool hristu vel upp í enska knattspyrnuheiminum þegar fréttist af umsvifamikilli breytingatillögu þeirra á fyrirkomulagi í enska boltanum í næstu framtíð. Tilvist verkefnisins „Project Big Picture“ var stærsta frétt helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stóru liðin vilja fækka liðum í deildinni og að flestra mati sækja sér meiri völd. Þau setja þessa tillögu samt fram sem leið til að koma liðunum í neðri deildunum til bjargar peningalega í mjög erfiðu rekstrarumhverfi vegna kórónuveirunnar. Þetta á því að vera björgunartillaga fyrir liðin í neðri deildunum út á við en fleiri sjá þetta sem plott á bak við tjöldin um valdatöku stóru klúbbanna. Samkvæmt tillögunni verður fækkað í ensku úrvalsdeildinni úr tuttugu liðum í átján en það yrðu áfram 24 lið í B- og C-deildinni. Absolute power in the hands of a tiny elite should be resisted.Project Big Picture is a disgusting idea - a power-grabbing new low for English football | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/xikIWgFalP— Telegraph Football (@TeleFootball) October 12, 2020 Tvö neðstu liðin myndu falla úr deildinni en liðið í sextánda sæti færi í umspil með liðunum í 3. til 5. sæti úr ensku b-deildinni þar sem keppt væri um eitt laust sæti. Í tillögunum á að leggja niður Enska deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn sem og fallhlífargreiðslurnar til liðanna sem falla úr ensku úrvalsdeildinni. Það á að búa strax til 250 milljóna punda björgunarsjóð fyrir ensku deildarkeppnina, EFL, og þá fengi enska knattspyrnusambandið hundrað milljónir punda vegna tekjutaps út af kórónuveirunni. Bæði eru nauðsynleg framlög á erfiðum tímum og eitthvað sem þau hafa kallað eftir. Enska deildarkeppnin fengi síðan í framhaldinu 25 prósent af sjónvarpssamningum framtíðarinnar sem og að taka þátt í gerð þeirra. Þessi peningur ætti að vera talsverður og um leið góður grunnur fyrir framtíðarrekstur. Radical proposals for the reform of English football could have a "damaging impact" on the game, says the Premier League.What do you think? #bbcfootball Full story https://t.co/llilrdzs7X pic.twitter.com/f1KFZpvXCS— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2020 Það umdeildasta er kannski það að níu félög myndu fá sérstakan kosningarétt um ákveðin atriði út frá því hvað þau hafa verið lengi í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru risaklúbbarnir sex; Manchester United, Liverpool, Manchester City, Chelsea, Arsenal og Tottenham auk Everton, West Ham United og Southampton. Í dag þarf fjórtán lið til að samþykkja breytingar á ensku úrvalsdeildinni. Eftir þetta þá ættu risarnir auðveldara með að koma ákveðum hlutum í gegn eða verjast því að minni félögin ætli sér of mikið. En er þetta valdataka eða björgunaraðgerð? Það lítur út fyrir að þetta sé blanda af þessu tvennu. Það er ljóst að erfitt rekstrarumhverfi liðanna í neðri deildunum kallar á nauðsynlega hjálp frá ríkari félögunum en það lítur út fyrir að til að fá slíka hjálp þá þurfi minni liðin að afsala sér meiri völdum til risanna. Tillögurnar hafa líka fengið hörð viðbrögð. Enska úrvalsdeildin sjálf sér þær sem eitthvað baktjaldamakk og margir líta á sem svo að stóru liðin séu með þessu að tryggja enn frekari yfirburði sína í framtíðinni. Það þyrfti í það minnsta færri atkvæði til að að ráða ferðinni þegar kemur að samningagerð, reglum um rekstur og jafnvel hvernig verður tekið í hugsanleg yfirtökuboð hjá minni félögum deildarinnar. Margir fara svo langt að líta á þetta sem skref í átt að evrópskri ofurdeild þar sem stóru klúbbarnir hafa öll völdin. Það sem er ljóst er að neðri deildirnar á Englandi hafa enn ekki fengið neina hjálp og það er ólíklegt að þau fái hjálp nema að gefa eitthvað eftir í staðinn. Hvort að rétta leiðin sé þá að færa stóru klúbbunum enn meiri völd í staðinn er erfið staða að vera í. Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Risarnir Manchester United og Liverpool hristu vel upp í enska knattspyrnuheiminum þegar fréttist af umsvifamikilli breytingatillögu þeirra á fyrirkomulagi í enska boltanum í næstu framtíð. Tilvist verkefnisins „Project Big Picture“ var stærsta frétt helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stóru liðin vilja fækka liðum í deildinni og að flestra mati sækja sér meiri völd. Þau setja þessa tillögu samt fram sem leið til að koma liðunum í neðri deildunum til bjargar peningalega í mjög erfiðu rekstrarumhverfi vegna kórónuveirunnar. Þetta á því að vera björgunartillaga fyrir liðin í neðri deildunum út á við en fleiri sjá þetta sem plott á bak við tjöldin um valdatöku stóru klúbbanna. Samkvæmt tillögunni verður fækkað í ensku úrvalsdeildinni úr tuttugu liðum í átján en það yrðu áfram 24 lið í B- og C-deildinni. Absolute power in the hands of a tiny elite should be resisted.Project Big Picture is a disgusting idea - a power-grabbing new low for English football | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/xikIWgFalP— Telegraph Football (@TeleFootball) October 12, 2020 Tvö neðstu liðin myndu falla úr deildinni en liðið í sextánda sæti færi í umspil með liðunum í 3. til 5. sæti úr ensku b-deildinni þar sem keppt væri um eitt laust sæti. Í tillögunum á að leggja niður Enska deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn sem og fallhlífargreiðslurnar til liðanna sem falla úr ensku úrvalsdeildinni. Það á að búa strax til 250 milljóna punda björgunarsjóð fyrir ensku deildarkeppnina, EFL, og þá fengi enska knattspyrnusambandið hundrað milljónir punda vegna tekjutaps út af kórónuveirunni. Bæði eru nauðsynleg framlög á erfiðum tímum og eitthvað sem þau hafa kallað eftir. Enska deildarkeppnin fengi síðan í framhaldinu 25 prósent af sjónvarpssamningum framtíðarinnar sem og að taka þátt í gerð þeirra. Þessi peningur ætti að vera talsverður og um leið góður grunnur fyrir framtíðarrekstur. Radical proposals for the reform of English football could have a "damaging impact" on the game, says the Premier League.What do you think? #bbcfootball Full story https://t.co/llilrdzs7X pic.twitter.com/f1KFZpvXCS— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2020 Það umdeildasta er kannski það að níu félög myndu fá sérstakan kosningarétt um ákveðin atriði út frá því hvað þau hafa verið lengi í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru risaklúbbarnir sex; Manchester United, Liverpool, Manchester City, Chelsea, Arsenal og Tottenham auk Everton, West Ham United og Southampton. Í dag þarf fjórtán lið til að samþykkja breytingar á ensku úrvalsdeildinni. Eftir þetta þá ættu risarnir auðveldara með að koma ákveðum hlutum í gegn eða verjast því að minni félögin ætli sér of mikið. En er þetta valdataka eða björgunaraðgerð? Það lítur út fyrir að þetta sé blanda af þessu tvennu. Það er ljóst að erfitt rekstrarumhverfi liðanna í neðri deildunum kallar á nauðsynlega hjálp frá ríkari félögunum en það lítur út fyrir að til að fá slíka hjálp þá þurfi minni liðin að afsala sér meiri völdum til risanna. Tillögurnar hafa líka fengið hörð viðbrögð. Enska úrvalsdeildin sjálf sér þær sem eitthvað baktjaldamakk og margir líta á sem svo að stóru liðin séu með þessu að tryggja enn frekari yfirburði sína í framtíðinni. Það þyrfti í það minnsta færri atkvæði til að að ráða ferðinni þegar kemur að samningagerð, reglum um rekstur og jafnvel hvernig verður tekið í hugsanleg yfirtökuboð hjá minni félögum deildarinnar. Margir fara svo langt að líta á þetta sem skref í átt að evrópskri ofurdeild þar sem stóru klúbbarnir hafa öll völdin. Það sem er ljóst er að neðri deildirnar á Englandi hafa enn ekki fengið neina hjálp og það er ólíklegt að þau fái hjálp nema að gefa eitthvað eftir í staðinn. Hvort að rétta leiðin sé þá að færa stóru klúbbunum enn meiri völd í staðinn er erfið staða að vera í.
Enski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira