Að nýta hitaveituna gegn Covid Björn Birnir skrifar 11. október 2020 09:00 Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum gaf bandaríska sjónvarpsstöðin CNN yfirlit um hverning Covid-19 sýkingin breiddist út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í byrjun september. Þetta er sá hluti landsins sem kólnar fyrst og íbúar þessara ríkja byrja fyrstir að kynda hús. Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin. Það hefur komið í ljós að í lokuðu rými getur úði eða agnir sem innihalda vírusinn safnast saman og þéttst ef loftræstingin er ekki nógu góð. Núna eru íbúar í norðausturríkjum Bandaríkjanna, en þessi ríki náðu góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar í sumar, byrjaðir að kynda. Og nú má sjá merki þess að ný sýkingaralda sé að hefjast í norðausturríkjunum. Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19. Þetta er ekki svo fráleit hugmynd vegna þess að gufuhitun var þróuð á sínum tíma til að berjast gegn berklasýkingum og þar var hugmyndin að hita nógu mikið, ofnarnir voru varðir með skáp svo að enginn brenndi sig, og allir gluggar opnaðir upp á gátt. Nú er hitaveitan náttúrulega ekki ókeypis en þetta er líklega kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár. Það eru líkur á að sýkingaraukninguna sem á sér stað á Íslandi um þessar mundir, megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk heldur sig meira innivið og kyndir meira þegar kólnar í lofti. Ef loftræstingu er ábótavant getur úðinn og agnirnar sem bera vírusinn þéttst í loftinu. Svo gott ráð er að setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum. Björn Birnir, stærðfræðiprófessor við Kaliforníuháskólann.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun