Einstaklingar á Vogi hlutfallslega eldri en síðustu ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 10:57 Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn á Vog frá janúar 2020 fram í ágúst er töluvert hærri en á sama tímabili árin 2017-2019. VÍSIR/VILHELM Aldur þeirra sem lagst hafa inn á vog frá byrjun þessa árs fram í ágúst er hlutfallslega töluvert hærri en árin þrjú þar á undan. Færri hafa komið til innlagnar sem eru yngri en 40 ára. Innlögum hefur ekki fjölgað í ár en samkvæmt nýjum tölum frá SÁÁ er aldursdreifingin allt önnur en hefur verið. Fjöldi einstaklinga sem lagst hafa inn á Vog á tímabilinu janúar til ágúst 2020 er minni en var að meðaltali á sama tímabili á árunum 2017-2019 í öllum aldurshópum. Aldursdreifingin hefur hins vegar breyst töluvert, og hefur einstaklingum undir 30 ára aldri fækkað hlutfallslega miðað við eldri einstaklinga. Töluvert færri einstaklingar hafa lagst inn á Vog, í öllum aldurshópum, í ár miðað við sama tímabil árin 2017-2019.SÁÁ Til að mynda voru um 8 prósent einstaklinga sem lögðust inn á Vog á árunum 2017-2019 yngri en 20 ára en hefur sú tala nú minnkað niður í um 5 prósent. Þá hefur hið sama gerst í aldurshópnum 20-29 ára, en hlutfall þeirra var um 27 prósent á árunum 2017-2019 en er nú um 23 prósent. Eldri einstaklingum hefur hins vegar fjölgað hlutfallslega. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn á Vog í janúar-ágúst 2020 er töluvert hærri en á sama tímabili árin 2017-2019.SÁÁ Þá hefur aldursdreifing einstaklinga í fyrstu komu á sjúkrahúsið Vog einnig breyst og rennir stoðum undir það sem áður er nefnt. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn er töluvert hærri í ár en árin á undan. Aldursdreifing þeirra í fyrstu komu á Vog er hærri en síðustu ár.SÁÁ Fram kemur í tilkynningu frá SÁÁ að það sem af er árs sé minni eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog. Færri innlagnarbeiðnir hafi borist miðað við árin fimm á undan og stefnir í um 500 beiðna fækkun fyrir árið. Þá hafi niðurskurður og samdráttur í starfsemi SÁÁ hvorki áhrif á innlagnir nýkomufólks né þeirra sem eru yngstir. Hóparnir fari ekki á biðlista og er því aðgengi að meðferðinni hið sama og áður. Lengi hafi fækkað í hópnum yngri en 25 ára, allt frá árinu 200, en þetta árið sé fækkunin enn meira áberandi. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. 24. september 2020 20:01 Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. 26. ágúst 2020 08:34 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Aldur þeirra sem lagst hafa inn á vog frá byrjun þessa árs fram í ágúst er hlutfallslega töluvert hærri en árin þrjú þar á undan. Færri hafa komið til innlagnar sem eru yngri en 40 ára. Innlögum hefur ekki fjölgað í ár en samkvæmt nýjum tölum frá SÁÁ er aldursdreifingin allt önnur en hefur verið. Fjöldi einstaklinga sem lagst hafa inn á Vog á tímabilinu janúar til ágúst 2020 er minni en var að meðaltali á sama tímabili á árunum 2017-2019 í öllum aldurshópum. Aldursdreifingin hefur hins vegar breyst töluvert, og hefur einstaklingum undir 30 ára aldri fækkað hlutfallslega miðað við eldri einstaklinga. Töluvert færri einstaklingar hafa lagst inn á Vog, í öllum aldurshópum, í ár miðað við sama tímabil árin 2017-2019.SÁÁ Til að mynda voru um 8 prósent einstaklinga sem lögðust inn á Vog á árunum 2017-2019 yngri en 20 ára en hefur sú tala nú minnkað niður í um 5 prósent. Þá hefur hið sama gerst í aldurshópnum 20-29 ára, en hlutfall þeirra var um 27 prósent á árunum 2017-2019 en er nú um 23 prósent. Eldri einstaklingum hefur hins vegar fjölgað hlutfallslega. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn á Vog í janúar-ágúst 2020 er töluvert hærri en á sama tímabili árin 2017-2019.SÁÁ Þá hefur aldursdreifing einstaklinga í fyrstu komu á sjúkrahúsið Vog einnig breyst og rennir stoðum undir það sem áður er nefnt. Aldursdreifing þeirra sem lagst hafa inn er töluvert hærri í ár en árin á undan. Aldursdreifing þeirra í fyrstu komu á Vog er hærri en síðustu ár.SÁÁ Fram kemur í tilkynningu frá SÁÁ að það sem af er árs sé minni eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog. Færri innlagnarbeiðnir hafi borist miðað við árin fimm á undan og stefnir í um 500 beiðna fækkun fyrir árið. Þá hafi niðurskurður og samdráttur í starfsemi SÁÁ hvorki áhrif á innlagnir nýkomufólks né þeirra sem eru yngstir. Hóparnir fari ekki á biðlista og er því aðgengi að meðferðinni hið sama og áður. Lengi hafi fækkað í hópnum yngri en 25 ára, allt frá árinu 200, en þetta árið sé fækkunin enn meira áberandi.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. 24. september 2020 20:01 Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. 26. ágúst 2020 08:34 Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Segir fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu Yfirlæknir á Vogi segist sjá fleira fólk á miðjum aldri í daglegri áfengisneyslu en fyrir Covid-19 faraldurinn. Sala á léttvíni og bjór hefur aukist um rúm fjórtán prósent á milli ára. 24. september 2020 20:01
Leita á Vog eftir að hafa drukkið spritt Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist merkja aukna áfengisneyslu í kórónuveirufaraldrinum. 26. ágúst 2020 08:34
Segir félagslega vandann orðinn meira áberandi hjá fólki með fíknivanda Nýkjörinn formaður SÁÁ segir félagslegan vanda hafa aukist gríðarlega hjá fólki með fíknivanda á undanförnum árum. 27. júlí 2020 09:57
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum