Samþykktu vopnahlé í Nagorno-Karabakh Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 08:08 Frá vinstri: Azerbaijan's Foreign Minister Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjans, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu. Utanríkisráðuneyti Rússlands Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22
Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07
Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08