Lakers einum sigri frá fyrsta titlinum í áratug | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 23:16 Rajon Rond og LeBron James eru tveir af reynslumeiri leikmönnum NBA-deildarinnar. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Los Angeles Lakers og Miami Heat mætast í fimmta leik úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan er 3-1 fyrir Lakers og sigur þýðir að félagið er meistari í fyrsta skipti í heilan áratug. Styttra er síðan Miami Heat varð meistari en liðið varð meistari árin 2012 og 2013. Maðurinn á bakvið þá titla – LeBron James – er nú aðalmaðurinn hjá Lakers og ekki er hægt að sjá á þessum magnaða leikmanni að hann sé á sínu 17. ári í deildinni. Pau Gasol, fyrrum miðherji Lakers, var ásamt Kobe Bryant heitnum aðalmaðurinn bakvið síðasta titil Lakers sem kom árið 2010. Unforgettable moments... #NBAFinals @Lakers #Family pic.twitter.com/E5a9j57Mah— Pau Gasol (@paugasol) October 9, 2020 Bæði Lakers og Heat eru verðskuldað í úrslitum. Eftir að hafa sópað Indiana Pacers þá lögðu Heat bæði Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Maimi fór létt með Bucks – sem voru með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni. Fór það svo að Jimmy Butler og félagar unnu seríuna 4-1. Celtics reyndust aðeins erfiðari en Miami vann þá seríu 4-2. Lakers hefur hingað til aðeins átt einn slakan leik í hverri seríu. Eftir óvænt tap gegn Portland Trail Blazers í fyrsta leik þá unnu þeir næstu fjóra. Það sama var upp á teningnum gegn James Harden og félögum í Houston Rockets. Denver Nuggets komu svo öllum á óvart og lögðu Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturstrandarinnar. Því voru það Nuggets og Lakers sem mættust í úrslitum frekar en liðin frá Englaborginni. Lakers vann þá seríu einnig 4-1 og eiga möguleika á að gera slíkt hið sama í nótt. Lakers hefur gefið það út að það muni spila í svörtu treyjunum sínum sem eru til heiðurs Kobe. Tonight we take the black pic.twitter.com/epu04j4tLv— Los Angeles Lakers (@Lakers) October 9, 2020 Jimmy Butler hefur dregið vagninn fyrir Miami undanfarið og var til að mynda stórkostlegur í eina sigurleik Miami til þessa. Liðið varð fyrir miklu áfalli þegar bæði Bam Adebayo og Goran Dragić meiddust en þeir misstu af sigurleik Miami. Adebayo var með í síðasta leik og Dragić snýr vonandi aftur í nótt. Þessir þrír þurfa allir að eiga frábæran leik ef þeir ætla sér að stöðva LeBron, Anthony Davis og félaga í Lakers. LeBron er með að meðaltali 26.9 stig, 8.8 stoðsendingar og 10.5 fráköst á meðan Davis er með 28.1 stig og 9.3 fráköst að meðaltali. Þá hafa aðrir leikmenn Lakers einnig stigið upp þegar á þarf en Kentavious Caldwell-Pope skoraði til að mynda 15 stig í síðasta leik liðanna. Rajon Rondo steig svo upp í öðrum leik einvígisins og gerði 16 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Game 5 Trailer (Golden Hoops/YT) pic.twitter.com/bHMW3PBW95— Lakers Empire (@LakersEmpire) October 9, 2020 Hinum megin hefur allt snúist um Jimmy Butler sem er í fyrsta skipti kominn í úrslitarimmu deildarinnar. Hann er með 27.6 stig að meðaltali í leik ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og taka 7.8 fráköst. Reikna má með hörkuleik í nótt. Það verður að viðurkennast að það virðist sem LeBron James muni vinna sinn fjórða NBA-titil á ferlinum í nótt en ef einhver getur komið í veg fyrir það – þó ekki nema tímabundið – þá er það Jimmy Butler.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30 LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31 LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02 Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31 Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29 Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Leikmenn Los Angeles Lakers hafa ekki tapað í„ Mamba“ búningum í úrslitakeppninni og geta tryggt sér NBA titilinn í honum á föstudagskvöldið. 8. október 2020 08:30
LeBron James stóðst pressuna og var frábær í sigri Lakers í nótt Los Angeles Lakers vann Miami Heat í nótt og getur því tryggt sér NBA titilinn á föstudaginn. 7. október 2020 07:31
LeBron James strunsaði af velli áður en leiktíminn rann út LeBron James þótti ekki sýna fyrirmyndarhegðun í lok þriðja leiks Los Angeles Lakers og Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. 6. október 2020 17:02
Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Miami Heat er ekki búið að gefast upp á móti Los Angeles Lakers þrátt fyrir að hafa misst tvo byrjunarliðsmenn í meiðsli. Jimmy Butler átti stórkostlegan leik í sigri í nótt. 5. október 2020 07:31
Lakers komið hálfa leið að titlinum Los Angeles Lakers sigraði Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt og er liðið komið með 2-0 forystu. Það þarf að vinna fjóra leiki til að vinna meistaratitilinn. 3. október 2020 09:29
Lakers með yfirhöndina í úrslitunum Anthony Davis skoraði 34 stig og tók níu fráköst þegar Los Angeles Lakers rúlluðu yfir Miami Heat í fyrsta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. 1. október 2020 07:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti