Íbúar Louisiana búa sig undir enn eitt óveðrið Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 14:08 Skemmdirnar sem Lára olli í ágúst eru enn sýnilega víða í Louisiana. AP/Gerald Herbert Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33