Verkfalli olíustarfsmanna gæti lokið í dag Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 13:01 Sex norskum olíuborpöllum hefur þegar verið lokað vegna verkfallsins og sjö gætu lokað á næstu dögum dragist það á langinn. Vísir/EPA Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerðanna á mánudag og gætu sjö bæst við á næstu dögum haldi deilurnar áfram. Framleiðslan gæti þá dregist saman um hátt í milljón tunnur af hráolíu á dag. Norska olíu- og gassambandið (NOG) ætlar að leggja fram nýtt tilboð til þess að höggva á hnútinn í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segist vonast eftir samningi strax í dag. Viðræður halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag. Olíuverkamenn í Noregi eru á meðal þeirra hæst launuðu í Evrópu en eru þó á lægri launum en starfssystkini þeirra í Ástralíu og Norður-Ameríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Félag þeirra krefst þess að laun starfsmanna á landi og á olíuborpöllum úti á hafi verði jöfnuð og frekari launahækkana en fyrirtækin hafa boðið til þessa. Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tíu daga löngu verkfalli norskra olíu- og gasverkamanna gæti lokið í dag fallist stéttarfélag þeirra á tilboð olíufyrirtækja. Olíuframleiðsla Noregs gæti dregist saman um fjórðung haldi verkfallið áfram inn í næstu viku. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerðanna á mánudag og gætu sjö bæst við á næstu dögum haldi deilurnar áfram. Framleiðslan gæti þá dregist saman um hátt í milljón tunnur af hráolíu á dag. Norska olíu- og gassambandið (NOG) ætlar að leggja fram nýtt tilboð til þess að höggva á hnútinn í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segist vonast eftir samningi strax í dag. Viðræður halda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag. Olíuverkamenn í Noregi eru á meðal þeirra hæst launuðu í Evrópu en eru þó á lægri launum en starfssystkini þeirra í Ástralíu og Norður-Ameríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Félag þeirra krefst þess að laun starfsmanna á landi og á olíuborpöllum úti á hafi verði jöfnuð og frekari launahækkana en fyrirtækin hafa boðið til þessa.
Noregur Bensín og olía Tengdar fréttir Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. 8. október 2020 14:34