Verkfall í Noregi gæti stöðvað fjórðung olíuframleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 14:34 Ef fram fer sem horfir gæti þurft að stöðva framleiðslu á John Sverdrup-olíuborpallinum, þeim stærsta í Norðursjó í næstu viku. Þar er hátt í hálf milljón tunna af hráolíu framleidd á dag. Vísir/EPA Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. Viðræður verkalýðsfélags olíuverkamanna og Norska olíu- og gassambandsins fóru út um þúfur 30. september. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerða á mánudag. Framleiðslan dróst þá saman um 8% eða um 330.000 tunnur af olíu á dag. Tillögur gengu á milli deiluaðila í gær og stóð til að ræða þær á fundum í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segir enn mögulega að ná annað hvort skammtíma- eða langtímalausn. „Ef enginn samningur næst herðum við verkfallsaðgerðirnar auðvitað,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Norska ríkisstjórnin hefur sagt verkfallsaðgerðirnar lögmætar en að hún fylgist grannt með þróun mála. Verkfall olíustarfsmanna var stöðvað með lagasetningu árið 2012. Þá hafði verkfall staðið í sextán daga og útlit var fyrir að öll olíu- og gasframleiðsla stöðvaðist. Olíuverkamennirnir krefjast þess að starfsmenn í stjórnstöðum á landi fái sömu laun og vinnuaðstæður og þeir sem starfa á olíuborpöllum á hafi úti. Þá krefjast þeir meiri launahækkana en olíufyrirtækin eru tilbúin að bjóða. Útlit er nú fyrir að fleiri olíu- og gasborpöllum verði lokað vegna verkfallsins í dag og í næstu viku. Alls gæti framleiðslan þá dregist saman um hátt í milljón tunnur á dag. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Framleiðsla á olíu og gasi gæti dregist saman um allt að fjórðung vegna verkfalls starfsmanna í olíuiðnaði í Noregi. Heimsmarkaðsverð á olíu gæti hækkað fyrir vikið. Norska ríkisstjórnin ætlar ekki að grípa inn í verkfallið eins og sakir standa. Viðræður verkalýðsfélags olíuverkamanna og Norska olíu- og gassambandsins fóru út um þúfur 30. september. Sex olíu- og gasborpöllum var lokað vegna verkfallsaðgerða á mánudag. Framleiðslan dróst þá saman um 8% eða um 330.000 tunnur af olíu á dag. Tillögur gengu á milli deiluaðila í gær og stóð til að ræða þær á fundum í dag. Audun Ingvartsen, leiðtogi verkalýðsfélagsins Lederne, segir enn mögulega að ná annað hvort skammtíma- eða langtímalausn. „Ef enginn samningur næst herðum við verkfallsaðgerðirnar auðvitað,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Norska ríkisstjórnin hefur sagt verkfallsaðgerðirnar lögmætar en að hún fylgist grannt með þróun mála. Verkfall olíustarfsmanna var stöðvað með lagasetningu árið 2012. Þá hafði verkfall staðið í sextán daga og útlit var fyrir að öll olíu- og gasframleiðsla stöðvaðist. Olíuverkamennirnir krefjast þess að starfsmenn í stjórnstöðum á landi fái sömu laun og vinnuaðstæður og þeir sem starfa á olíuborpöllum á hafi úti. Þá krefjast þeir meiri launahækkana en olíufyrirtækin eru tilbúin að bjóða. Útlit er nú fyrir að fleiri olíu- og gasborpöllum verði lokað vegna verkfallsins í dag og í næstu viku. Alls gæti framleiðslan þá dregist saman um hátt í milljón tunnur á dag.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira