Af óháðum þingmönnum utan þingflokka Tryggvi Másson skrifar 7. október 2020 16:32 Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Rómur Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum til löggjafaþings Íslendinga, Alþingis. Nú þegar hafa þingmennt tilkynnt að þeir hyggist ekki bjóða sig fram á ný, vangaveltur átt sér stað um stofnun nýrra flokka og barátta um efstu sæti á listum ratað á síður blaðanna. Aðrir sitjandi þingmenn ætla að bjóða sig fram aftur og sækjast eftir að halda sæti sínu á lista, eða jafnvel komast ofar á listann. Örlög þeirra þingmanna verður tíminn að leiða í ljós. Einn hópur þingmanna er þó í talsvert annarri stöðu. Það eru þingmenn sem sagt hafa skilið við þingflokkinn sem þeir náðu kjöri fyrir. Þeim hópi má skipta í tvennt, annars vegar þá sem hafa leitað á önnur mið og gengið til liðs við annan þingflokk og hins vegar þá sem starfa sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Á sitjandi Alþingi eru fjórir þingmenn sem falla þar undir; Andrés Ingi Jónsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eftirminnilega sögðu Karl Gauti og Ólafur skilið við Flokk fólksins í lok árs 2018 en voru ekki lengi óháðir þingmenn utan flokka heldur gengu til liðs við þingflokk Miðflokksins í febrúar 2019. Þegar ríkisstjórnin var mynduð töldu Andrés Ingi og Rósa Björk sig ekki geta stutt hana en störfuðu engu að síður áfram fyrir þingflokk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Fyrr á þessu ári sagði Andrés Ingi þó skilið við þingflokkinn og í september fylgdi Rósa Björk hans fordæmi. Þau starfa bæði sem óháðir þingmenn utan þingflokka. Þessir þingmenn standa frammi fyrir þeirri stöðu að geta ekki sóst eftir að halda sínu sæti á lista fyrir komandi þingkosningar, enda hafa þeir sagt skilið við þann flokk sem þeir buðu sig fram fyrir. Ef þessir þingmenn hyggja á að sitja áfram á Alþingi þurfa þeir því að finna aðrar leiðir til að ná kjöri. Ef Karl Gauti og Ólafur munu sækjast eftir sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn á næsta ári munu þeir þurfa að berjast við aðra þingmenn Miðflokksins og frambjóðendur þeirra. Karl Gauti er þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fyrir er Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson. Ólafur Ísleifsson er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður en þar náði Miðflokkurinn ekki kjörnum þingmanni. Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi viðbót við þingflokk Miðflokksins mun passa inn í uppstillingu flokksins fyrir næstu þingkosningar. Nýverið birtist viðtal við Andrés Inga þar sem hann sagðist skoða grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki með hópi núverandi og fyrrverandi félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ásamt ungu áhugasömu fólki sem hefur ekki fundið sig í starfandi stjórmálaflokkum. Þá hefur Rósa Björk einnig verið orðuð við þennan nýja flokk en einnig að hún kunni bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna fyrir næstu þingkosningar. Rósa Björk er þingmaður Suðvesturkjördæmis en í því kjördæmi situr Guðmundur Andri Thorsson á þingi fyrir hönd Samfylkingarinnar. Þeir stjórnmálaflokkar sem stofnaðir hafa verið af óháðum þingmönnum utan þingflokka hafa ekki verið langlífir í gegnum tíðina. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr þingflokki Alþýðuflokksins árið 1994, stofnaði Þjóðvaka árið og náði kjöri á þing. Þjóðvaki var einn þeirra flokka sem myndaði Þingflokk jafnaðarmanna sem bauð sig svo fram undir nafni Samfylkingarinnar. Grunnurinn að Vinstri hreyfingunni grænu framboði var lagður í þingflokki óháðra en meirihluti þeirra þingmanna sem skipuðu þann þingflokk sátu aldrei sem óháðir þingmenn utan flokka. Lilja Mósesdóttir sagði skilið við þingflokk Vinstri grænna árið 2011 og stofnaði nýjan flokk, Samstöðu. Á tímabili mældist flokkurinn með yfir 30% fylgi í skoðanakönnunum en bauð sig svo aldrei fram hvorki til Alþingis né á sveitarstjórnarstiginu. Þá stofnuðu Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar flokkinn Bjarta framtíð árið 2012. Flokkurinn náði kjöri á Alþingi árið 2013 og 2016 en féll af þingi ári síðar eftir að ríkisstjórninni var slitið og boðað til kosninga. Óljóst er hvað verður um framtíð Bjartrar framtíðar en lítið hefur spurst til hans síðustu ár. Athyglisvert verður að fylgjast með því hver verða örlög þessara fjögurra sitjandi þingmanna. Munu Karl Gauti berjast við Birgi Þórarinsson um oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi? Mun Andrés Inga takast að stofna stjórnmálaflokk sem lifir lengur en tvö kjörtíma bil? Meðfylgjandi eru skýringamyndir með þeim þingmönnum sem starfað hafa sem óháðir þingmenn utan þingflokka síðustu 40 ár. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun