Delta hefur náð landi í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 12:43 Íbúar Cancun í röð til að kaupa gas. Þesi mynd var tekin í gær. AP/Victor Ruiz Garcia Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33