Formaður knd. Hauka segir ummæli Þorsteins grafa undan uppbyggingu annarra félaga Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 21:21 Þorsteinn Halldórsson er þjálfari Breiðabliks sem situr á toppi Pepsi Max deildar kvenna. vísir/bára Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, vandar Þorsteini Halldórssyni, þjálfara Breiðabliks, ekki kveðjurnar í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðu Hauka. Ummæli Þorsteins um Sveindísi Jane Jónsdóttir í síðasta mánuði vöktu mikla athygli en þar sagði Þorsteinn að Sveindís hefði fyrr átt að fljúga úr hreiðrinu í Keflavík og í sterkari æfingaumhverfi. Ummælin voru mikið rædd og nú fær hann Þorsteinn orð í eyra úr Hafnarfirði. „Tilgangurinn með þessum ummælum virðist vera markaðssetning á kvennaliði Breiðabliks þar sem markmiðið er að fá enn fleiri efnilegar stúlkur til að ganga til liðs við félagið,“ skrifaði Halldór. Og hélt áfram. „Stelpur sem spila með „lakari“ liðum í Pepsí Max deildinni, Lengjudeildinni eða í 2. deildinni. Stelpur sem eru í stórum hlutverkum í sínum liðum, fá að njóta sín, takast á við mótlæti, að þroskast og þróast sem leikmenn. Það kemur ávallt að þeim tímapunkti að efnilegir leikmenn taka næsta skref á sínum ferli, hvort sem það er að fara í sterkara lið hér á landi eða beint út í atvinnumennsku.“ „Hins vegar er þessi markaðssetning þjálfara Breiðablik taktlaus þar sem tilraunin virðist vera sú að reyna að fá 15 til 16 ára stúlkur til að yfirgefa sín uppeldisfélög – það er verið að grafa undan þeirri uppbyggingu sem á sér stað í fjölmörgum félögum.“ Allan pistilinn má lesa á fésbókarsíðu Hauka. Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar hafa verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. 1. október 2020 07:01 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, vandar Þorsteini Halldórssyni, þjálfara Breiðabliks, ekki kveðjurnar í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðu Hauka. Ummæli Þorsteins um Sveindísi Jane Jónsdóttir í síðasta mánuði vöktu mikla athygli en þar sagði Þorsteinn að Sveindís hefði fyrr átt að fljúga úr hreiðrinu í Keflavík og í sterkari æfingaumhverfi. Ummælin voru mikið rædd og nú fær hann Þorsteinn orð í eyra úr Hafnarfirði. „Tilgangurinn með þessum ummælum virðist vera markaðssetning á kvennaliði Breiðabliks þar sem markmiðið er að fá enn fleiri efnilegar stúlkur til að ganga til liðs við félagið,“ skrifaði Halldór. Og hélt áfram. „Stelpur sem spila með „lakari“ liðum í Pepsí Max deildinni, Lengjudeildinni eða í 2. deildinni. Stelpur sem eru í stórum hlutverkum í sínum liðum, fá að njóta sín, takast á við mótlæti, að þroskast og þróast sem leikmenn. Það kemur ávallt að þeim tímapunkti að efnilegir leikmenn taka næsta skref á sínum ferli, hvort sem það er að fara í sterkara lið hér á landi eða beint út í atvinnumennsku.“ „Hins vegar er þessi markaðssetning þjálfara Breiðablik taktlaus þar sem tilraunin virðist vera sú að reyna að fá 15 til 16 ára stúlkur til að yfirgefa sín uppeldisfélög – það er verið að grafa undan þeirri uppbyggingu sem á sér stað í fjölmörgum félögum.“ Allan pistilinn má lesa á fésbókarsíðu Hauka.
Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar hafa verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. 1. október 2020 07:01 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30
Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar hafa verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. 1. október 2020 07:01