Svipaður fjöldi flaug með Icelandair milli landa og með Air Iceland Connect innanlands Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 19:20 Icelandair flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag og drógst farþegafjöldi félagsins saman um 97 prósent í september miðað við sama mánuði í fyrra. Vísir/Vilhelm Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Farþegum með Icelandair fækkaði um 97 prósent í síðasta mánuði frá sama mánuði í fyrra eða tæplega þúsund færri og flugu innanlands með Air Iceland Connect. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að samræma sóttvarnareglur á flugvöllum í Evrópu. Undanfarna daga hefur þetta verið myndin sem blasir við þið þegar komur og brottfarir eru skoðaðar á vef Keflavíkurflugvallar. Níu af tíu flugferðum Icelandair aflýst og aðeins flogið til Kaupmannahafnar og að auki fór Easyjet eina ferð til Lundúna. Forstjóri Icelandair segir að það myndi hjálpa mikið ef samræmdar reglur giltu á flugvöllum í Evrópu eins og Evrópusambandið hefur lagt til.Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið halda uppi einu flugi á dag til Kaupmannahafnar, tveimur í viku til Lundúna og Amsterdam og einni ferð á viku til Boston. „Það er vegna þess að ferðatakmarkanir til og frá landinu eru mjög harðar og eftirspurn þar af leiðandi mjög lítil. Það er eiginlega búið að loka á komur ferðamanna til landsins og þess vegna verðum við því miður að bregðast við með þessum hætti,“ segir Bogi. Í leiðarkerfi Icelandair eins og það var þegar allt lék í lyndi mátti sjá fjölda flugferða til norður Ameríku, Kanada og Bandaríkjanna og síðan fjöldi ferða frá Íslandi til borga í Evrópu. En nú er staðan önnur. Félagið flýgur aðeins eina til þrjár flugferðir á dag. Wizz Air, EasyJet, SAS og British Airways flúga samanlagt eina til tvær ferðir á dag ásamt einstaka ferðum annarra flugfélaga. Í september flugu 12 þúsund farþegar með Icelandair sem er 97 prósenta samdráttur frá sama mánuði í fyrra. Grafík/HÞ Síðustu tvær vikurnar voru samtals 145 komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli þar sem Icelandair átti þrátt fyrir allt flestar flugferðirnar, eða 45. En þar á eftir koma EasyJet með 32 og Wizz Air með 24. Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að það lifi af þetta ástand af fram á næsta vor. „En auðvitað væri betra að þetta færi að fara í gang fyrr en síðar. Og landamæri hér myndu opna í takti við það sem við sjáum í öðrum löndum,“ segir Bogi. Honum lítist vel á hugmyndir Evrópusambandsins um samræmdar reglur með litakóða. „Það myndi klárlega hjálpa. Samræmdar reglur til dæmis innan evrópulandanna myndu hjálpa og eins og ég nefndi áðan, fyrirsjáanleiki. Það er mjög erfitt að selja landið sem ferðamannaland ef enginn veit hvernig þetta kemur til með að þróast og ef við ætlum að gera hlutina með allt öðrum hætti en löndin í kringum okkur,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira