Misstu af þúsundum smita vegna klúðurs í Excel Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 15:40 Smitrakningarteymi misstu mögulega af þúsundum manna sem gætu hafa verið útsett fyrir veirunni vegna mistaka í gagnavinnslu yfirvalda. Vísir/EPA Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita. Lýðheilsustofnun Bretlands segir að 15.841 staðfest smit hafi ekki komið fram í tölum um dagleg smit frá 25. september til 2. október. Þannig var raunverulegur fjöldi daglegra smita hærri en kom fram á opinberri upplýsingasíðu. Smitunum var bætt við í tölum sem voru birtar fyrir laugardag og sunnudag. Talið er að margir þeirra smituðu sem féllu á milli skips og bryggju í opinberu tölunum séu á norðvestanverðu Englandi. Tíðni smitaðra í Liverpool og Manchester er þegar um tífalt hærri en annars staðar í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fjöldi smitaðra í síðustu viku sé í raun 92,6% hærri í landshlutanum en upphaflega var gefið upp. Vegna mistakanna voru þeir smituðu ekki skráðir í smitrakningu. Þannig var ekki haft samband við fólk sem þeir höfðu nýlega verið í samskiptum við. Mistökunum hefur verið lýst sem „tæknigalla“. Svo virðist hins vegar sem að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Smit voru sett inn í dálka í Excel, töflureikni Microsoft, en þeir geta að hámarki verið 16.384. Þegar skjalið var sprungið hætti það að uppfærast sem skyldi. Takmörk á raðir í töflureikninum eru mun rýmri. Hægt er að koma fyrir meira en milljónum röðum í Excel-skjali. In the UK the number of cases rose rapidly.But the public and authorities are only learning this now because these cases were only published now as a backlog.The reason was apparently that the database is managed in Excel and the number of columns had reached the maximum. pic.twitter.com/X4a8keSEHK— Max Roser (@MaxCRoser) October 5, 2020 Boris Johnson, forsætisráðherra, segir að smitrakningarliðar vinni úr að því að leita uppi þá sem gætu hafa verið útsettir fyrir smitum. Verkamannaflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur Bretlands, segir mistökin „klúðursleg“. Bridget Phillipson, skuggafjármálaráðherra, krafðist þess í dag að fá upplýsingar um hvort að það hefði haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira