Finnur Freyr: Ennþá að þróa okkar stíl Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 3. október 2020 09:00 Finnur Freyr spakur á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti