Mál og menning við Laugaveg vaknar til lífsins á ný Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2020 11:58 Garðar Kjartansson, þaulreyndur veitingamaður, hefur skrifað undir tíu ára leigusamning. Hann ætlar að hafa veitinga- og menningarstarfsemi í hinu fornfræga húsi og nafnið heldur sér: Mál og menning. Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“ Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Garðar Kjartansson veitingamaður hefur skrifað undir leigusamning til tíu ára, við eigendur húsnæðis Máls og menningar og ætlar að vekja það til lífsins aftur. Markaðs- og viðburðastjóri verður Ingibjörg Örlygsdóttir sem betur er þekkt sem Inga á Nasa. „Þetta verður hús tónlistar, bókmennta og lista,“ segir Garðar í samtali við Vísi. Hann stefnir að því að hafa líflegt í húsinu og er stefnt að því að þar verði lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Húsnæðið mun eftir sem áður bera nafnið Mál og menning og verður opið frá hádegi til miðnættis. Eða eins og Covid-19 leyfir. Mikilvægt kennileiti í miðborginni Garðar leggur þó áherslu á að þetta eigi alls ekki að verða einhver djammstaður heldur verður lögð áhersla á menningarstarfsemi. Ekki verður hróflað við innréttingum, þarna getur fólk komið inn, fengið sér kaffi eða aðra drykki, lesið og áfram munu bækur einkenna staðinn. Stefnt er að því að opna 1. desember en þó ber þess að geta að óvissuástand ríkir vegna kórónuveirunnar. Það gæti sett strik í reikninginn. Húsnæðið Máls og menningar við Laugaveg hefur lengi verið mikilvægt kennileiti í borginni. En þar hefur rekstur verið þungur undanfarin árin. Þeim sem annt er um miðborgina hljóta að fagna því að húsið grotni ekki niður né að þarna verði önnur starfsemi en sú sem snýr að menningu og listum. Eins og nú er ráðgert. Garðar segir að húsnæðið mun hýsa slíka starfsemi. „Húsnæðið er snilld. Tónlistarmenn hafa verið í sambandi við okkur, jasstónlistarmenn meðal annars, og þeir segja að þarna sé afar góður hljómburður. Þarna mætti jafnvel hugsa sér að verði leiksýningar.“ Hýsti áður bækistöðvar kommúnista Á árum áður var talið að þarna væru bækistöðvar íslenskra kommúnista og var húsið þá lengstum nefnt Rúblan. Talið er að fé til byggingarinnar hafi komið úr austri, frá Sovéska kommúnistaflokknum. Mál og menning. Húsnæðið sem margir þekkja svo vel. Þar verður ekki hróflað við innréttingum, stefnt er að því að gestir muni þekkja sig í húsinu. Þar verða veitingar, vínveitingaleyfi fylgir húsinu og bækur upp um alla veggi eftir sem áður. aðsend Eigendur hússins nú eru þeir hinir sömu og reka hótel sem er á efri hæðum hússins. Garðar er þaulvanur veitingarekstri. Byrjaði sinn feril á Óðali, hann rak ásamt Ingu Nasa í ein tíu ár, hann rak veitingastarfsemi í Þrastarlundi, Póstbarinn vínbar og Apótekið sem þá var diskótek. „Svo var ég með Borgina. Það gekk ekki vel. Ekki hjá mér né nokkrum öðrum. Allir hafa farið illa út úr því að vera með rekstur þar. Engum hefur tekist að koma því húsi í gang, síðan 1994; Skuggabarinn gekk þar vel.“
Veitingastaðir Menning Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira