Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur misst fimmtíu kíló á tólf mánuðum eftir að hann fór á mataræðið vinsæla ketó.
Hann greinir frá þessu á Instagram og segir:
„Í dag er eitt ár síðan ég ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og prófa ketó. Ári seinna er ég 50kg léttari og farinn niður um fimm fatastærðir. Mér líður miklu betur líkamlega og andlega hliðin er allt önnur.“
Hann segist vera stoltur af sjálfum sér.
„Og ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa stutt við bakið á mér síðasta árið. Ég er ekki hættur og ætla að halda áfram fyrir mig sjálfan og ekki neinn annan. Það er mikilvægast af öllu.“