Setja herlög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 07:42 Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. AP Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir. Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir.
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08
Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36