Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 13:58 Mustapha Adib sem var tilnefndur forsætisráðherra Líbanons. Hann gaf stjórnarmyndun upp á bátinn í dag. Vísir/EPA Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. Líbanon berst nú í bökkum efnahagslega eftir gríðarlega sprengingu í höfuðborginni Beirút í síðasta mánuði og kórónuveirufaraldurinn. Fyrri ríkisstjórn hrökklaðist frá völdum vegna mikillar reiði yfir sprengingunni en fjöldamótmæli voru landlæg fyrir. Í ljós kom að mikið magn sprengifims efnis hafði verið geymt með óöruggum hætti á hafnarsvæðinu um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna um að hætta stafaði af því. Að minnsta kosti 190 manns fórust og 6.000 slösuðust í sprengingunni sem lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Frönsk stjórnvöld höfðu hvatt stjórnmálaflokka í Líbanon til að ná fljótt saman um nýja ríkisstjórn og bauðst Emmanuel Macron, forseti Frakklands, til þess að halda ráðstefnu um neyðaraðstoð við landið um miðjan október. Líbanon var frönsk nýlenda til ársins 1943. Adib, sem er súnnímúslimi, var tilnefndur forsætisráðherra í lok ágúst og sagðist stefna að umbótum og að fá neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að viðræður um myndun ríkisstjórnar hafi standrað á kröfum flokka sjíamúslima, þar á meðal Hezbollah, um að þeir fengju fjármálaráðuneytið og að velja ráðherra í ríkisstjórnina. Adib vildi aftur á móti skipa ópólitíska fagráðherra. Dró Adib sig í hlé frá því að stýra ríkisstjórnarmyndun eftir fund með Michel Aoun, forseta, í dag. Bað hann þjóðina afsökunar á að honum hafi ekki auðnast að koma saman hópi umbótafólks til þess að bjarga landinu. Hann vildi hins vegar ekki stýra ríkisstjórn sem væri dauðadæmd frá upphafi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. 10. september 2020 12:27
Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00