Tottenham er komið í fjórðu og síðustu umferðina fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-1 sigur á Shkendija í Norður-Makedóníu en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, greindi frá því eftir leikinn að þegar markverðir hans voru að hita upp fyrir leikinn hafi þeir komið hlaupandi til hans.
Mörkin á vellinum hafi einfaldlega verið of lítil.
„Þetta var fyndið fyrir leikinn því markverðirnir mínir sögðu að mörkin væru of lítil,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir leikinn.
"I thought I had grown but then I realised the goal was 5 centimetres lower." pic.twitter.com/Q9jqXwZKAL
— Sky Sports (@SkySports) September 24, 2020
„Ég fór þangað sjálfur og auðvitað var markið of lítið. Markverðirnir, eyða mörgum klukkutímum í markinu, svo þeir vita í hvaða hlutföllum markið á að vera.“
„Ég er ekki markvörður en ég hef verið í fótbolta síðan ég var krakki. Ég veit þegar ég stend þarna og lyfti upp hendinni, hversu langt á að vera upp í slána, og þá vissi ég að það væri eitthvað rangt.“
„Við fengum eftirlitsmann UEFA til að staðfesta þetta og já þetta var fimm sentímetrum minna, svo auðvitað báðum við um að skipta út mörkunum,“ sagði sá portúgalski léttur.
"I felt immediately something was going wrong. We got the Uefa delegate to confirm and it was 5cm smaller. We demand for the goals to be replaced."
— ODDSbible (@ODDSbible) September 24, 2020
There's no fooling Jose pic.twitter.com/HP46FNeULO