Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 12:30 Jakkaföt Netanjahú voru vel þvegin þegar hann hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku og það þrátt fyrir að hann hafi ekki komið með fullar töskur af óhreinum þvotti fyrir gestgjafa sína til að þvo í það skiptið. Vísir/EPA Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans. Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans.
Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira