„Búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 12:31 Jóhanna Guðrún hefur komið víða við á sínum langa ferli sem söngkona. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um feril Jóhönnu og koma líka inn á liðagigtina sem hún þarf að vinna hart í að halda niðri. Hún var í gigtarkasti daginn sem hún kom fram á stóra sviðinu í Eurovision árið 2009. „Ég var alveg í gigtarkasti daginn sem við áttum að koma fram. Ég var í strigaskóm undir kjólnum alveg fram að sviðinu og þar var ég klædd í hælaskóna rétt áður en við áttum að koma fram og haltraði inn á sviðið í þeim, en þegar þú byrjar að syngja, þá hverfur allt,“ segir Jóhanna Guðrún. „En ég er heppin að ég er á lyfjum sem halda þessu niðri og svo þarf ég að halda mér í réttri þyngd og borða hollt, sem ég reyndar geri ekki alltaf. En ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera til að vera góð og ég næ því langoftast. Fyrir mig er mikilvægast að sleppa hveiti og mjólkurvörum, sem ég geri, ætti líklega að sleppa sykri líka, en það er stundum erfitt.” Reyndi að vera ósýnileg Jóhanna Guðrún var orðin þjóðþekkt aðeins ellfu ára gömul og er því líklega ein mesta barnastjarna sem Ísland hefur átt. Þegar hún horfir til baka segist hún sjá bæði kosti og galla við það núna. „Jákvæði hlutinn er að þú hefur ákveðið forskot, bæði af því að þú ert búinn að vinna 10 árum lengur en flestir og svo færðu skóla í að gera mistök og mörgu fleiru. Neikvæða hliðin er að fólk þekkti mig mjög snemma, sama hvort ég fór út í búð eða sund, sem kemur með þessum pakka. Það gerir það stundum að verkum að maður reynir að vera ósýnilegur þegar maður er ekki í stuði. Ég var í raun aldrei barn og heldur ekki unglingur. Þegar ég var 11 ára var ég komin með plötusamning erlendis og átti bara að standa mig þar. Þetta hefur á ákveðinn hátt valdið því að ég er oft mjög alvarleg og á svolítið erfitt með að leika mér. Ég vandist því svo ung að þurfa að standa alltaf við mitt.” Jóhanna var eftirsótt af stærstu plötufyrirtækjum heims sem barn og segir það hafa verið áhugaverða reynslu. Eins og mafíuforingi „Þarna fer einhver atburðarrás í gang þar sem mörg fyrirtæki vilja ná mér á samning. Ég fer með Maríu Björk, sem var umboðsmaðurinn minn á þessum tíma og syng inn á fullt af skrifstofum í New York. Þarna fer ég inn á skrifstofuna hjá Tommy Mottola, sem var yfir Sony alls staðar. Hann var þannig að það urðu allir stressaðir í kringum hann og fólk tiplaði á tánum, enda var hann með rosaleg völd.“ Hún segir að þessi maður minni hana í dag á einhvern mafíu foringja. „Hann tekur um höfuðið á manni og kyssir mann á ennið þegar hann hittir mann, þannig að hann passar alveg inn í ímyndina. En hann var alltaf rosalega hlýr og yndislegur við mig og hann vildi fá mig þó að hann væri að hætta hjá Sony og fá mig yfir í Casablanca Records. En í þessum samningaviðræðum kemur upp ágreiningur á milli hans og umboðsmannsins míns og þau voru ekki alveg sammála um hvernig næstu skref ættu að vera. Hann er svolítið „My Way or the high way“ og við ákváðum að labba í burtu frá honum af því að það voru mörg önnur fyrirtæki með áhuga, en svo komu upp fleiri hlutir sem fóru ekki alveg eins og við hefðum viljað.“ Is it True hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009. Jóhanna Guðrún náði besta árangri Íslands í Eurovision árið 2009, tíu árum eftir að Selma Björnsdóttir hafnaði einnig í öðru sæti í keppninni. Jóhanna lenti í leiðinlegu atviki eftir undankeppni Eurovision tveimur árum eftir að hún fór út fyrir Íslands hönd. „Ég var að keppa þarna ásamt mörgum atriðum. Svo gerist það að Sjonni Brink deyr skömmu fyrir keppnina og eðlilega fara vinir hans með atriðið inn og atriðið vinnur. Síðan eru myndavélarnar í græna herberginu og þær eru settar á mig þegar atriðið er kynnt og klappið úr salnum heyrist í sjónvarpinu. Það klappaði enginn í græna herberginu, en þarna var ég búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir af því að ég átti að vera svo ósátt og ekki að kunna að samgleðjast. Mér fannst svo hræðileg tilhugsun að fólk héldi að ég væri ekki sátt við að þetta atriði færi út, eins og mér fyndist ekki hræðilegt að maður hefði dáið frá konunni sinni og börnum langt fyrir aldur fram. Ég fékk eiginlega bara vægt taugaáfall að þetta væri staðan og fólk héldi að ég væri svona út af þessu. Það tók mig talsverðan tíma að jafna mig á þessu.” Þarna eru skuggahliðarnar á lífinu Í dag er Jóhanna ein vinsælasta söngkona landsins og kemur meðal annars oftar en nánast allir söngvarar fram í jarðarförum og segir það kenna sér mikið. „Maður upplifir sig oft þreyttan eftir þessar aðstæður, sérstaklega þegar eitthvað átakanlegt hefur átt sér stað, sem er oft. Þarna sér maður svolítið skuggahliðarnar á lífinu. En að spila í jarðarförum er góð áminning fyrir mann. Það er enginn að lofa þér deginum á morgun og maður verður að setja athyglina á það sem skiptir máli í lífinu. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og í hverri einustu jarðarför reyni ég að minna mig alltaf á að vera þakklát og verja tíma mínum rétt.“ Jóhanna hefur átt gífurlega farsælan feril og meðal annars náð besta árangri Íslands í lokakeppni Eurovision. Í viðtalinu fara hún og Sölvi yfir kostina og gallana við að vera barnastjarna, þátttökuna í Allir Geta Dansað, listina við að koma fram og gefa af sér og fjölmargt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Eurovision Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Jóhanna, sem hefur verið þjóðþekkt síðan hún var aðeins 11 ára gömul hefur um árabil verið ein vinsælasta söngkona landsins. Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um feril Jóhönnu og koma líka inn á liðagigtina sem hún þarf að vinna hart í að halda niðri. Hún var í gigtarkasti daginn sem hún kom fram á stóra sviðinu í Eurovision árið 2009. „Ég var alveg í gigtarkasti daginn sem við áttum að koma fram. Ég var í strigaskóm undir kjólnum alveg fram að sviðinu og þar var ég klædd í hælaskóna rétt áður en við áttum að koma fram og haltraði inn á sviðið í þeim, en þegar þú byrjar að syngja, þá hverfur allt,“ segir Jóhanna Guðrún. „En ég er heppin að ég er á lyfjum sem halda þessu niðri og svo þarf ég að halda mér í réttri þyngd og borða hollt, sem ég reyndar geri ekki alltaf. En ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera til að vera góð og ég næ því langoftast. Fyrir mig er mikilvægast að sleppa hveiti og mjólkurvörum, sem ég geri, ætti líklega að sleppa sykri líka, en það er stundum erfitt.” Reyndi að vera ósýnileg Jóhanna Guðrún var orðin þjóðþekkt aðeins ellfu ára gömul og er því líklega ein mesta barnastjarna sem Ísland hefur átt. Þegar hún horfir til baka segist hún sjá bæði kosti og galla við það núna. „Jákvæði hlutinn er að þú hefur ákveðið forskot, bæði af því að þú ert búinn að vinna 10 árum lengur en flestir og svo færðu skóla í að gera mistök og mörgu fleiru. Neikvæða hliðin er að fólk þekkti mig mjög snemma, sama hvort ég fór út í búð eða sund, sem kemur með þessum pakka. Það gerir það stundum að verkum að maður reynir að vera ósýnilegur þegar maður er ekki í stuði. Ég var í raun aldrei barn og heldur ekki unglingur. Þegar ég var 11 ára var ég komin með plötusamning erlendis og átti bara að standa mig þar. Þetta hefur á ákveðinn hátt valdið því að ég er oft mjög alvarleg og á svolítið erfitt með að leika mér. Ég vandist því svo ung að þurfa að standa alltaf við mitt.” Jóhanna var eftirsótt af stærstu plötufyrirtækjum heims sem barn og segir það hafa verið áhugaverða reynslu. Eins og mafíuforingi „Þarna fer einhver atburðarrás í gang þar sem mörg fyrirtæki vilja ná mér á samning. Ég fer með Maríu Björk, sem var umboðsmaðurinn minn á þessum tíma og syng inn á fullt af skrifstofum í New York. Þarna fer ég inn á skrifstofuna hjá Tommy Mottola, sem var yfir Sony alls staðar. Hann var þannig að það urðu allir stressaðir í kringum hann og fólk tiplaði á tánum, enda var hann með rosaleg völd.“ Hún segir að þessi maður minni hana í dag á einhvern mafíu foringja. „Hann tekur um höfuðið á manni og kyssir mann á ennið þegar hann hittir mann, þannig að hann passar alveg inn í ímyndina. En hann var alltaf rosalega hlýr og yndislegur við mig og hann vildi fá mig þó að hann væri að hætta hjá Sony og fá mig yfir í Casablanca Records. En í þessum samningaviðræðum kemur upp ágreiningur á milli hans og umboðsmannsins míns og þau voru ekki alveg sammála um hvernig næstu skref ættu að vera. Hann er svolítið „My Way or the high way“ og við ákváðum að labba í burtu frá honum af því að það voru mörg önnur fyrirtæki með áhuga, en svo komu upp fleiri hlutir sem fóru ekki alveg eins og við hefðum viljað.“ Is it True hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009. Jóhanna Guðrún náði besta árangri Íslands í Eurovision árið 2009, tíu árum eftir að Selma Björnsdóttir hafnaði einnig í öðru sæti í keppninni. Jóhanna lenti í leiðinlegu atviki eftir undankeppni Eurovision tveimur árum eftir að hún fór út fyrir Íslands hönd. „Ég var að keppa þarna ásamt mörgum atriðum. Svo gerist það að Sjonni Brink deyr skömmu fyrir keppnina og eðlilega fara vinir hans með atriðið inn og atriðið vinnur. Síðan eru myndavélarnar í græna herberginu og þær eru settar á mig þegar atriðið er kynnt og klappið úr salnum heyrist í sjónvarpinu. Það klappaði enginn í græna herberginu, en þarna var ég búin til sem eitthvað skrímsli í fjölmiðlum dagana á eftir af því að ég átti að vera svo ósátt og ekki að kunna að samgleðjast. Mér fannst svo hræðileg tilhugsun að fólk héldi að ég væri ekki sátt við að þetta atriði færi út, eins og mér fyndist ekki hræðilegt að maður hefði dáið frá konunni sinni og börnum langt fyrir aldur fram. Ég fékk eiginlega bara vægt taugaáfall að þetta væri staðan og fólk héldi að ég væri svona út af þessu. Það tók mig talsverðan tíma að jafna mig á þessu.” Þarna eru skuggahliðarnar á lífinu Í dag er Jóhanna ein vinsælasta söngkona landsins og kemur meðal annars oftar en nánast allir söngvarar fram í jarðarförum og segir það kenna sér mikið. „Maður upplifir sig oft þreyttan eftir þessar aðstæður, sérstaklega þegar eitthvað átakanlegt hefur átt sér stað, sem er oft. Þarna sér maður svolítið skuggahliðarnar á lífinu. En að spila í jarðarförum er góð áminning fyrir mann. Það er enginn að lofa þér deginum á morgun og maður verður að setja athyglina á það sem skiptir máli í lífinu. Það er ekkert sjálfsagt í þessu og í hverri einustu jarðarför reyni ég að minna mig alltaf á að vera þakklát og verja tíma mínum rétt.“ Jóhanna hefur átt gífurlega farsælan feril og meðal annars náð besta árangri Íslands í lokakeppni Eurovision. Í viðtalinu fara hún og Sölvi yfir kostina og gallana við að vera barnastjarna, þátttökuna í Allir Geta Dansað, listina við að koma fram og gefa af sér og fjölmargt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Eurovision Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira