Grímuskyldu komið á í Háskólanum í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 18:41 Starfsmenn bóksölu stúdenta á Háskólatorgi með grímur við störf. Háskóli Íslands hefur sent orðsendingu þar sem nemendur og starfsfólk er hvatt til þess að nota grímur. Vísir/Vilhelm Grímuskylda verður innan veggja Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Nemendur og starfsfólk þurfa því að bera grímur í skólastofum, les- og vinnurýmum og öðrum sameiginlegum rýmum. Þetta kemur fram í tölvupósti til nemenda sem sendur var út í dag. Þar kemur fram að skólinn hafi ákveðið að grípa til þessara ráðstafana í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu undanfarna daga. Greint var frá því í síðustu viku að í það minnsta sex nemendur skólans hefðu smitast af veirunni. Umfangsmikil skimun hefur farið fram undanfarna daga og hefur háskólanemum á höfuðborgarsvæðinu verið boðið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í Háskóla Íslands greindust einnig smit á meðal starfsfólks og nemenda í síðustu viku. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi orðsendingu til nemenda og starfsfólks í dag þar sem núgildandi sóttvarnaráðstafanir eru ítrekaðar. Þá hvetur hann nemendur og starfsfólk til þess að nota hlífðargrímur í byggingum skólans. „Ég vil hvetja alla, nemendur, kennara og annað starfsfólk, til að nota hlífðargrímur í byggingum skólans, sérstaklega þegar ekki er hægt að koma við 1 metra fjarlægðarmörkum og þegar loftgæði eru lítil. Grímum verður dreift í byggingum skólans í byrjun vikunnar eða eins fljótt og unnt er,“ skrifar Jón Atli. Þá hvetur hann kennara til þess að auka rafræna kennslu ef mögulegt er. Áhersla verði þó enn lögð á það að nýnemar eigi kost á staðnámi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Grímuskylda verður innan veggja Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Nemendur og starfsfólk þurfa því að bera grímur í skólastofum, les- og vinnurýmum og öðrum sameiginlegum rýmum. Þetta kemur fram í tölvupósti til nemenda sem sendur var út í dag. Þar kemur fram að skólinn hafi ákveðið að grípa til þessara ráðstafana í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu undanfarna daga. Greint var frá því í síðustu viku að í það minnsta sex nemendur skólans hefðu smitast af veirunni. Umfangsmikil skimun hefur farið fram undanfarna daga og hefur háskólanemum á höfuðborgarsvæðinu verið boðið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í Háskóla Íslands greindust einnig smit á meðal starfsfólks og nemenda í síðustu viku. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi orðsendingu til nemenda og starfsfólks í dag þar sem núgildandi sóttvarnaráðstafanir eru ítrekaðar. Þá hvetur hann nemendur og starfsfólk til þess að nota hlífðargrímur í byggingum skólans. „Ég vil hvetja alla, nemendur, kennara og annað starfsfólk, til að nota hlífðargrímur í byggingum skólans, sérstaklega þegar ekki er hægt að koma við 1 metra fjarlægðarmörkum og þegar loftgæði eru lítil. Grímum verður dreift í byggingum skólans í byrjun vikunnar eða eins fljótt og unnt er,“ skrifar Jón Atli. Þá hvetur hann kennara til þess að auka rafræna kennslu ef mögulegt er. Áhersla verði þó enn lögð á það að nýnemar eigi kost á staðnámi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24