Trump gefur TikTok blessun sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 09:47 Trump sagði í gær að hann gæfi yfirvofandi samningi TikTok við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart blessun sína. Getty/Alex Wong/Avishek Das Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. Samningaviðræður ByteDance við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart standa nú yfir um að þau kaupi hlut í samfélagsmiðlinum til þess að stemma stigu við áhyggjur bandarískra yfirvalda um öryggi miðilsins. Fréttastofa Bloomberg greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut í TikTok Global og mun geyma allar upplýsingar um bandaríska notendur í gagnagrunni sínum til þess að koma til móts við kröfur bandarískra stjórnvalda. Walmart hefur gefið út að það hyggist kaupa 7,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö munu greiða um 12 milljarða dali, eða um 1.634 milljarða króna, fyrir hluti sína í fyrirtækinu ef þeir samþykkja 60 milljarða dala virði TikTok. ByteDance, TikTok, Oracle og Walmart hafa ekki svarað fyrirspurnum varðandi málið. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri hlynntur kaupsamningnum, sem mun gera það að verkum að TikTok verður enn í notkun í Bandaríkjunum. Trump hefur gefið út tilskipun að forritið verði bannað í Bandaríkjunum og hefur vísað í það að öryggi bandarískra notenda þess sé ekki tryggt. Hann hefur haldið því fram að upplýsingar um notendur TikTok hafi ratað til kínverskra stjórnvalda, en þeim ásökunum hafa TikTok og ByteDance harðlega neitað. Samningurinn mun ekki hafa áhrif á bannið á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat, sem forsetinn hefur banað, og mun það vera ófáanlegt í Bandaríkjunum frá og með kvöldinu í kvöld, sunnudagskvöldi. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. Samningaviðræður ByteDance við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart standa nú yfir um að þau kaupi hlut í samfélagsmiðlinum til þess að stemma stigu við áhyggjur bandarískra yfirvalda um öryggi miðilsins. Fréttastofa Bloomberg greinir frá þessu og hefur eftir heimildamanni sem ekki vildi koma fram undir nafni. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut í TikTok Global og mun geyma allar upplýsingar um bandaríska notendur í gagnagrunni sínum til þess að koma til móts við kröfur bandarískra stjórnvalda. Walmart hefur gefið út að það hyggist kaupa 7,5 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin tvö munu greiða um 12 milljarða dali, eða um 1.634 milljarða króna, fyrir hluti sína í fyrirtækinu ef þeir samþykkja 60 milljarða dala virði TikTok. ByteDance, TikTok, Oracle og Walmart hafa ekki svarað fyrirspurnum varðandi málið. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri hlynntur kaupsamningnum, sem mun gera það að verkum að TikTok verður enn í notkun í Bandaríkjunum. Trump hefur gefið út tilskipun að forritið verði bannað í Bandaríkjunum og hefur vísað í það að öryggi bandarískra notenda þess sé ekki tryggt. Hann hefur haldið því fram að upplýsingar um notendur TikTok hafi ratað til kínverskra stjórnvalda, en þeim ásökunum hafa TikTok og ByteDance harðlega neitað. Samningurinn mun ekki hafa áhrif á bannið á kínverska samfélagsmiðlinum WeChat, sem forsetinn hefur banað, og mun það vera ófáanlegt í Bandaríkjunum frá og með kvöldinu í kvöld, sunnudagskvöldi.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Donald Trump Tengdar fréttir Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00
Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33