Eurovision 2021 skal fara fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 20:04 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa fyrir hönd Íslands í ár. Eins og svo mörgu öðru var keppninni aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Mynd/Mummi Lú Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt. Eurovision Holland Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa, í samstarfi við hollenskar sjónvarpsstöðvar, teiknað upp fjórar mismunandi sviðsmyndir, með tilliti til kórónuveirufaraldursins, til þess að tryggja að heimsfaraldurinn spilli ekki Eurovision-keppninni árið 2021. Eurovision 2020 átti að fara fram í Rotterdam í Hollandi í maí síðastliðinn. Faraldur kórónuveirunnar setti hins vegar strik í reikninginn og keppninni var aflýst. Nú hefur EBU gert fjórar áætlanir svo hægt verði að bregðast við mismunandi aðstæðum tengdum faraldrinum. Þær eru hér að neðan. Áætlun A: Keppnin fer fram með sem hefðbundnustum hætti. Áhorfendur verða eins margir og húsrúm leyfir og keppendur mæta til Rotterdam og flytja framlög sín til keppninnar í beinni útsendingu. Þessi leið verður líklega aðeins möguleg verði bóluefni við kórónuveirunni komið í almenna dreifingu um heiminn. Áætlun B: Keppnin verður haldin og fjarlægðartakmörk virt. Hóparnir í kringum keppendur verða minnkaðir og öllum, listamönnum, fjölmiðlafólki og áhorfendum verður gert að virða 1,5 metra fjarlægðartakmörk. Þetta myndi valda því að færri áhorfendur kæmust að en ella, og því yrði dregið úr hópi þeirra sem keypt hafa miða. Hinir óheppnu miðaeigendur, sem ekki yrðu dregnir út, fengju miða sína endurgreidda. Áætlun C: Þessi áætlun snýr að þeim möguleika að ekki allir keppendur geti ferðast til Rotterdam. Þeir keppendur myndu þá flytja framlög síns lands í beinni útsendingu frá sínu heimalandi. Þeir keppendahópar sem gætu ferðast til Hollands myndu gera það og flytja lög sín þar. Líklegt er að ef aðstæður eru taldar krefjast áætlunar C yrðu einhvers konar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Áætlun D: Þessari áætlun verður hrundið í framkvæmd fari svo að Hollandi verði „lokað“ vegna slæmrar stöðu faraldursins þar í landi. Keppendur þyrftu þá að flytja lögin hver í sínu heimalandi. Keppninni yrði þá sjónvarpað frá Rotterdam. Gert er ráð fyrir að EBU og hollensku stöðvarnar hefji snemma á næsta ári viðræður um hvaða áætlun skuli stefnt að því að fara. Það verður þó að sjálfsögðu gert með það í huga að staðan getur breyst hratt.
Eurovision Holland Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning