Íbúðaverð hækkar verulega á milli mánaða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 14:07 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka milli mánaða. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í ágúst. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Þá voru verðhækkanir í sumar talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans og eru upplýsingarnar byggðar á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð á sérbýli hækkaði um 0,9% milli júlí og ágúst og verð á fjölbýli um 0,7%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 5,2% og hefur hún ekki verið hærri síðan í janúar í fyrra. „Sérbýli hefur hækkað stöðugt frá því í apríl og mælist 12 mánaða hækkun nú 4,8%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist 5,2%. Það sem af er ári hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 3,7% milli ára, sem er talsvert meiri hækkun en gert var ráð fyrir. Í maí spáðum við því að íbúðaverð myndi nokkurn veginn standa í stað út þetta ár. Annað hefur komið á daginn,“ segir í Hagsjánni. Þá hafi fasteignamarkaðurinn verið kröftugur í sumar og vaxtalækkanir haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir húsnæði: „Síðastliðna 3 mánuði hefur íbúðaverð hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra var sambærileg hækkun 0,3%. Það er því nokkuð ljóst að sumarið í ár var mun kröftugra en sumarið í fyrra, og hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst í ágústmánuði og þar með hvert umfang viðskipta var. Samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár, frestast birting þeirra upplýsinga vegna tafar á skönnun skjala við þinglýsingu hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru þó um að viðskipti hafi verið nokkuð mörg ef marka má upplýsingar úr nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að ágúst hafi verið þriðji mánuðurinn í röð þar sem fjöldi íbúða sem teknar voru úr birtingu af fasteignir.is var hærri á sambærilegum tíma fyrir ári síðan. Hvort það endurspeglist í tölum Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga á eftir að koma í ljós.“ Hagsjá Landsbankans má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í ágúst. Er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem hækkunin mælist yfir 0,5%. Þá voru verðhækkanir í sumar talsvert meiri en á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans og eru upplýsingarnar byggðar á nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Verð á sérbýli hækkaði um 0,9% milli júlí og ágúst og verð á fjölbýli um 0,7%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs mælist nú 5,2% og hefur hún ekki verið hærri síðan í janúar í fyrra. „Sérbýli hefur hækkað stöðugt frá því í apríl og mælist 12 mánaða hækkun nú 4,8%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis mælist 5,2%. Það sem af er ári hefur íbúðaverð að jafnaði hækkað um 3,7% milli ára, sem er talsvert meiri hækkun en gert var ráð fyrir. Í maí spáðum við því að íbúðaverð myndi nokkurn veginn standa í stað út þetta ár. Annað hefur komið á daginn,“ segir í Hagsjánni. Þá hafi fasteignamarkaðurinn verið kröftugur í sumar og vaxtalækkanir haft töluverð áhrif á eftirspurn eftir húsnæði: „Síðastliðna 3 mánuði hefur íbúðaverð hækkað að jafnaði um 0,7% milli mánaða. Í fyrra var sambærileg hækkun 0,3%. Það er því nokkuð ljóst að sumarið í ár var mun kröftugra en sumarið í fyrra, og hafa vaxtalækkanir haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir húsnæði. Ekki fást upplýsingar um það hversu mörgum kaupsamningum var þinglýst í ágústmánuði og þar með hvert umfang viðskipta var. Samkvæmt frétt á vef Þjóðskrár, frestast birting þeirra upplýsinga vegna tafar á skönnun skjala við þinglýsingu hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru þó um að viðskipti hafi verið nokkuð mörg ef marka má upplýsingar úr nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að ágúst hafi verið þriðji mánuðurinn í röð þar sem fjöldi íbúða sem teknar voru úr birtingu af fasteignir.is var hærri á sambærilegum tíma fyrir ári síðan. Hvort það endurspeglist í tölum Þjóðskrár um þinglýsta kaupsamninga á eftir að koma í ljós.“ Hagsjá Landsbankans má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sjá meira