Ræða um að greiða milljarða til að láta FIFA-sakir hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 10:18 Merki Julius Bär í Zürich í Sviss. Einn fyrrverandi starfsmaður var sakfelldur fyrir aðild að FIFA-spillingarmálinu árið 2017. Vísir/EPA Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum. FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum.
FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira