Kalla eftir tæknilausnum til að létta á heilbrigðis- og menntakerfinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 16:29 Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir ýmsa samskiptatækni geta létt undir daglegum verkefnum starfsfólks í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Icelandic Startups hefur kallað eftir tæknilausnum sprotafyrirtækja á sviði heilbrigðistækni og kennslutækni sem geta stutt heilbrigðis- og menntakerfið á tímum kórónuveirunnar. „Við vinnum í þessu nýsköpunarumhverfi og okkur langar að draga fram sprota sem eru með lausnir sem eru komnar það langt í þróun að við getum prófað þær,“ segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Um þrjátíu tæknilausnir hafa borist frá því kallað var eftir þeim nú rétt fyrir helgi. „Við munum fara yfir þetta strax á morgun, gera greiningu á hvað er hægt að nýta og koma því á framfæri,“ segir Salóme. Verið er að kalla eftir tæknilausnum sem má með lítilli fyrirhöfn prófa eða nýta. Til að mynda tæknilausnir sem auðvelda fjarkennslu og tæknilausnir sem auðvelda læknum að útskrifa sjúklinga fyrr, veita eftirfylgni eða fylgjast með sjúklingum sem eru á fyrstu stigum Kórónuveirunnar. „Þetta eru fyrst og fremst tæknilausnir sem auðvelda samskipti. En einnig köllum við eftir ábendingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna varðandi helstu áskoranirnar sem þarf að leysa,“ segir Salóme. Icelandic Startups verður þá milliliður sprotafyrirtækja og þeirra sem takast á við daglegu verkefnin í heilbrigðis- og menntakerfinu. Þannig vilja samtökin leggja sín lóð á vogarskálarnar og fullvissa sig um að allar mögulegar lausnir sem geti létt á í samfélaginu séu aðgengilegar. Salóme bendir bæði sprotafyrirtækjum og þeim sem hafa ábendingar að hafa samband í gegnum heimasíðu Icelandic Startups. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Icelandic Startups hefur kallað eftir tæknilausnum sprotafyrirtækja á sviði heilbrigðistækni og kennslutækni sem geta stutt heilbrigðis- og menntakerfið á tímum kórónuveirunnar. „Við vinnum í þessu nýsköpunarumhverfi og okkur langar að draga fram sprota sem eru með lausnir sem eru komnar það langt í þróun að við getum prófað þær,“ segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Um þrjátíu tæknilausnir hafa borist frá því kallað var eftir þeim nú rétt fyrir helgi. „Við munum fara yfir þetta strax á morgun, gera greiningu á hvað er hægt að nýta og koma því á framfæri,“ segir Salóme. Verið er að kalla eftir tæknilausnum sem má með lítilli fyrirhöfn prófa eða nýta. Til að mynda tæknilausnir sem auðvelda fjarkennslu og tæknilausnir sem auðvelda læknum að útskrifa sjúklinga fyrr, veita eftirfylgni eða fylgjast með sjúklingum sem eru á fyrstu stigum Kórónuveirunnar. „Þetta eru fyrst og fremst tæknilausnir sem auðvelda samskipti. En einnig köllum við eftir ábendingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna varðandi helstu áskoranirnar sem þarf að leysa,“ segir Salóme. Icelandic Startups verður þá milliliður sprotafyrirtækja og þeirra sem takast á við daglegu verkefnin í heilbrigðis- og menntakerfinu. Þannig vilja samtökin leggja sín lóð á vogarskálarnar og fullvissa sig um að allar mögulegar lausnir sem geti létt á í samfélaginu séu aðgengilegar. Salóme bendir bæði sprotafyrirtækjum og þeim sem hafa ábendingar að hafa samband í gegnum heimasíðu Icelandic Startups.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira