Lennon: Skyldusigur ef við ætlum að berjast um titilinn Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2020 11:30 Steven Lennon og félagar í FH standa í ströngu. vísir/hag Steven Lennon, framherji FH, hefur leikið á alls oddi í liði FH á leiktíðinni og er spenntur fyrir stórleik dagsins gegn Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Lennon hefur skorað ellefu deildarmörk í jafn mörgum leikjum og hefur bætt við tveimur í bikarnum, þar á meðal einu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitunum fyrr í vikunni. „Þetta var góður sigur. Það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og alltaf gaman að vinna Stjörnuna sem er einn okkar helsti erkióvinur,“ sagði Lennon í samtali við Guðmund Hilmarsson á fésbókarsíðu FH. „Þetta var góð liðsframmistaða og vonandi getum við byggt á þessu í deildinni. Það eru margir stórir leikir framundan og vonum að þetta geti haldið svona áfram.“ Hann setti síðan nokkur orð á stórleikinn gegn Breiðabliki í dag. „Þetta er skyldusigur ef við ætlum að berjast um titilinn. Það eru leikir framundan gegn Víkingi og Val einnig og við verðum að vinna þessa leiki ef við viljum setja pressu á Val. Mjög mikilvægur leikur.“ „Þetta ætti að vera svipað og vanalega; skemmtun og mörk. Breiðablik vill spila út frá markinu svo ef við erum ákafir og reynum að taka yfir miðjuna, eins og við gerðum gegn Stjörnunni, þá ætti það að skila árangri.“ En er þetta besta tímabil Lennon á Íslandi? „Ég myndi segja það markalega séð. Ég er ekki að gera neitt öðruvísi en núna get ég hlaupið aðeins betur því ég hef ekkert verið meiddur í ár. Ég hef verið smá meiddur síðustu ár.“ „Varðandi mörkin þá þarftu að hafa smá heppni með þér í liði og þetta er að falla fyrir mig. Vonandi heldur það þannig út leiktíðina,“ sagði Lennon. Leikur FH og Breiðabliks hefst klukkan 16.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Steven Lennon, framherji FH, hefur leikið á alls oddi í liði FH á leiktíðinni og er spenntur fyrir stórleik dagsins gegn Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Lennon hefur skorað ellefu deildarmörk í jafn mörgum leikjum og hefur bætt við tveimur í bikarnum, þar á meðal einu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitunum fyrr í vikunni. „Þetta var góður sigur. Það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og alltaf gaman að vinna Stjörnuna sem er einn okkar helsti erkióvinur,“ sagði Lennon í samtali við Guðmund Hilmarsson á fésbókarsíðu FH. „Þetta var góð liðsframmistaða og vonandi getum við byggt á þessu í deildinni. Það eru margir stórir leikir framundan og vonum að þetta geti haldið svona áfram.“ Hann setti síðan nokkur orð á stórleikinn gegn Breiðabliki í dag. „Þetta er skyldusigur ef við ætlum að berjast um titilinn. Það eru leikir framundan gegn Víkingi og Val einnig og við verðum að vinna þessa leiki ef við viljum setja pressu á Val. Mjög mikilvægur leikur.“ „Þetta ætti að vera svipað og vanalega; skemmtun og mörk. Breiðablik vill spila út frá markinu svo ef við erum ákafir og reynum að taka yfir miðjuna, eins og við gerðum gegn Stjörnunni, þá ætti það að skila árangri.“ En er þetta besta tímabil Lennon á Íslandi? „Ég myndi segja það markalega séð. Ég er ekki að gera neitt öðruvísi en núna get ég hlaupið aðeins betur því ég hef ekkert verið meiddur í ár. Ég hef verið smá meiddur síðustu ár.“ „Varðandi mörkin þá þarftu að hafa smá heppni með þér í liði og þetta er að falla fyrir mig. Vonandi heldur það þannig út leiktíðina,“ sagði Lennon. Leikur FH og Breiðabliks hefst klukkan 16.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira